sunnudagur, 22. júní 2014

Heimkoma

Eftir 18 daga á ferð um fagra Ísland og 17 nætur í fellihýsinu getur verið ósköp gott að koma heim og róta sig aðeins. Og sofa í rúmi, það verður ekki slæmt! Og eftir allan þennan tíma með takmarkaðan aðgang að þvottavél er líka gott að vinna aðeins á þvottafjallinu, hengja hreint út á snúrur þar sem miðnætursólin nær að þerra plöggin, setjast síðan út á hólinn minn og njóta sjónarspilsins.

Akrafjall - Þvottafjall

Miðnætursól ofan af hól

Glöggir lesendur hafa sjálfsagt áttað sig á því að í gær kom engin færsla, sem er í hrópandi ósamræmi við bloggmarkmið júní-mánaðar. Ansi leitt verð ég að segja, en þó óviðráðanlegt þar sem ég varð alveg netlaus í gær. Þó ber að athuga að þessi færsla er 22. færsla mánaðarins svo bókhaldið stemmir. Ég mun því ekki naga mig í handabökin yfir þessu, til þess er ég allt of kærulaus og kaótísk og alfarið laus við fullkomnunaráráttu og skipulagshneigð.
Ást og út!

1 ummæli:

Hörður B sagði...

17 nætur!
Það verður seint hægt að toppa það.