laugardagur, 7. júní 2014

Ferðabók fjölskyldunnar

Færsla gærdagsins bar það sjálfsagt með sér að hafa verið skrifuð í talsverðum flýti rétt fyrir miðnætti, svona til að uppfylla skilyrði bloggátaksins. En svona er þetta stundum, við erum á ferð og flugi og búum við þær takmarkanir sem net- og rafmagnsskortur valda.

Net og rafmagn er þó óþarft ferðabók fjölskyldunnar, á hana notum við bara penna og handafl. Við byrjuðum á bókinni í fyrrasumar og sáum strax að þetta er eitthvað sem við hefðum átt að byrja á mun fyrr. Maður er fljótur að gleyma, en ferðabókin gleymir engu. Hún geymir upplýsingar um hvert við förum, göngum og hlaupum, hvað við gerum, hvar við tjöldum og syndum og bara almennt hvað við tökum okkur fyrir hendur.

Engin ummæli: