Úr draumadalnum brunuðum við til byggða snemma í morgun með hlass af óhreinum þvotti, en á tíunda útilegudegi eru hreinu plöggin orðin ansi fá, eins og gefur að skilja. Þannig að hér á Reyðarfirði var ráðist í stórþvotta og nú blakta hrein plögg hvar sem þeim var viðkomið á snúrum og trjágreinum.
Dagurinn hefur annars verið rólegur og hlýr, byrjaði reyndar með trukki en við renndum inn á Reyðarfjörð tíu mínútum fyrir ellefu í morgun og ræst var í Kvennahlaupið klukkan ellefu. Eftir sjö kílómetra skokk var Tóti búinn að tjalda og ég búin með þessa fínu upphitun fyrir stórþvottinn :)
Klukkan er 18 og sólin skín enn. Held ég skelli mér út og vinni aðeins í taninu.
Ókei bæ.
1 ummæli:
Duglega, fallega fólk :)
Skrifa ummæli