sunnudagur, 8. júní 2014

Vík - áður en klukkan slær 12

Við vorum að renna inn í Vík í Mýrdal og henda upp farfuglaheimilinu okkar eftir ansi viðburðaríkan dag. Við fengum sól og gott veður í morgun, skoðuðum Seljavallalaug og Gljúfrabúa eftir hádegið, grilluðum kvöldmat með ferðafélögunum og pökkuðum svo saman, kvöddum þau og Grandavör og héldum áfram leið okkar austur á bóginn.

Við áðum hjá Skógafossi, skoðuðum flugvélaflakið á Sólheimasandi á leiðinni til Víkur. Nauðsynlegt að stoppa oft og teygja úr sér á svona ferðalögum, bæði fyrir börn og ljósmyndara.

Engin ummæli: