Hér fyrir austan er allt með kyrrum kjörum, blessuð blíðan og við erum ekki á leiðinni heim. Byrjuðum daginn í sundi á Eskifirði og fórum svo í bíltúr yfir í Vaðlavík. Þar hefur eitt sinn verið blómleg sveit, í það minnsta eru rústir 5 eyðibýla merktar á kortið. En afskekkt er þetta og yfir tvö vöð að fara, auk þess sem við komumst ekki alla leið, því hálft fjall hafði fallið á veginn í formi aurskriðu.
Þessi skriða féll víst um páskana. |
Uppi á heiðinni er ennþá snjór og bara fært í Vaðlavík. Vegurinn í Viðfjörð er enn ófær :) |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli