fimmtudagur, 5. maí 2016

Bóndarassgatiđ í Kastaníubæ

Alþjóđ fylgist sjálfsagt æsispennt međ bóndarassgatinu í Kastaníubæ, eđa ég geri ráđ fyrir því. Í þađ minnsta geri ég það, hef veriđ mikill ađdáandi frá upphafi og missi helst ekki af þætti.

Þetta er bóndarassgatið, Frank Ladegaard Erichsen.
Og nei stelpur, hann er ekki á lausu.
Á einhvern yfirnáttúrulegan hátt tengi ég viđ þennan ljóshærđa óhreina lúđa sem er stöđugt ađ byrja á nýjum verkefnum út um allar jarđir (eđa bara út um allt á sinni jörđ). Hann reyndar klárar þau sjaldan, svo sjaldan ađ þættirnir ganga mest megnis út á ađ fylgjast međ honum byrja á um þađ bil tíu nýjum verkefnum, líta eftir um þađ bil fimm verkefnum sem hann er þegar međ í gangi og kannski klára tvö verkefni sem, ađ hans sögn, hafa hvílt á honum um langa hríđ.

Þættirnir eru sýndir með íslenskum texta á bestu stöðinni, RUV.
Svona fyrir þá sem fengu ekki 10 á samræmda prófinu í 10. bekk ;)
Meira um það hér.

Þađ er eitthvađ svo róandi ađ fylgjast međ Frank pjakka í moldinni, frjóvga ávaxtatré, beita hesti fyrir plóginn og rúnta um akrana, brugga eplavín og súta hrosshúđ. Hann stefnir víst ađ sjálfbærni drengurinn, sjálfbærni og einföldu lífi og er svo fullur eldmóđi og áhuga ađ mađur getur ekki annađ en hrifist međ. Hann er ađ byggja nýtt íbúđarhús og leitast viđ ađ nota eingöngu náttúruleg efni, allt geirneglt og smíđađ međ gamla laginu.

Í síđasta þætti sem ég horfđi á komst ég reyndar ađ því ađ hann er búinn ađ búa þarna ansi lengi, alla vega var hann ađ saga niđur tré sem hann sjálfur setti niđur fyrir sjö árum síđan! Ég held hann hafi veriđ ađ byggja þetta hús sitt allan tímann. Og er ekki fluttur inn.

Nú er ég rosalega góđ í ađ bíta í tunguna á mér þegar ókláruđ verkefni safnast upp heima hjá mér og segi aldrei eitt einasta orđ, eins og Mr. T myndi glađur votta. En fyrr má nú vera verkefnastaflinn á einum bæ! Vonandi nær Frank bráđum ađ klára eitthvađ af þessum verkefnum, setjast niđur međ glas af eplavíni og sneiđ af brauđi sem hann bakađi úr eigin korni, slaka á í hengirúminu sem hann óf sjálfur og njóta síns einfalda lífs.

Ég myndi alveg halda áfram ađ horfa á þættina hans þrátt fyrir þađ :)