miðvikudagur, 29. febrúar 2012

Aukadagur

Í dag er svona aukadagur. Dagur sem reglulega kemur óvænt í fangið á okkur. Sumum til mikillar gleði, eins og þeim sem eru í tímaþröng og finnst vanta fleiri klst í sólarhringinn, en líka fyrir vinnuveitendur sem fá þarna aukalegt vinnuframlag frá starfsmönnum sínum án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyrir það (þá á ég auðvitað við fastlaunafólk). Öðrum til mikilla rauna, eins og þeim sem kláruðu launin sín fyrir löngu og bíða nú aukadag eftir útborgun.

Mér finnst að svona aukadagar eigi að vera til eigin ráðstöfunar, ekki til að eyða í vinnunni eða til að gera óþarfa leiðinlega hluti. Þannig verður þetta líka þegar ég kemst til valda, múhahaha!

sunnudagur, 26. febrúar 2012

Ljósmyndaferð

Eftir mikla setu undanfarið sökum þýðinga og yfirlesturs hafði ég hugsað mér til hreyfings í dag. Það var því vel þegið þegar Vinurinn bauð mér og Neró í ljósmyndagöngu seinnipartinn. Dásemdarveður, sól og næstum því vorlegt. Alveg þangað til heim var komið og það skall á með svartri rigningu og meððí. En það er önnur saga.

Alla vega var fallegt í fjörunni í dag.
Sný mér að þýðingum á ný,
Boggan

Spegilmynd

I´m the King of the World!!

Það getur verið fallegt um að litast inni í klettasprungum, þótt ekki láti þær mikið yfir sér í fyrstu.

Neró

þriðjudagur, 21. febrúar 2012

Öskudagur


Allt klárt fyrir öskudag :-)

Published with Blogger-droid v2.0.4

sunnudagur, 19. febrúar 2012

19. febrúar


Hádegisverðurinn á E9



Published with Blogger-droid v2.0.4

miðvikudagur, 15. febrúar 2012

Hún á afmæli hún Guðrún!

En indæll dagur :o)

Það er nú ekki á hverjum degi að maður á afmæli en þó gerist það einu sinni á ári að maður tileinkar sér heilan dag af því tilefni.

Hápunktur dagsins var klárlega bókakynning sem ég fékk að halda fyrir bekkinn hennar Sólar í morgun. Ég mætti mjög spennt með bókina "Víst kann Lotta að hjóla", fékk að sitja í sögustólnum, sagði aðeins frá bókinni og las stuttan kafla úr henni fyrir 40 mjög áhugasöm 8 ára börn sem ég tel dóttur mína heppna að fá að eiga fyrir bekkjarfélaga, frábær hópur.

Það kom fljótlega í ljós að í bekknum eru eintómir bókmenntafræðingar sem hreinlega grilluðu mig þegar ég opnaði fyrir spurningar!

"Hver teiknaði myndirnar í bókinni?"
"Hvað eru margar blaðsíður í bókinni?"
"Hvernig finnst þér letrið vera?"
"Hvað gerðist svo?"
"Hvenær var bókin gefin út?"
"Af hverju valdir þú þessa bók?"
"Af hverju er bókin græn?"
"Átt þú þessa bók?"
"Hvar keyptir þú hana?"
"Hefur þú lesið hana fyrir Sól?"
"Hversu oft?"
"Hver er uppáhaldsblaðsíðan þín í bókinni?"

Ég náttúrulega reyndi að svara eftir bestu getu, en leið þarna um tíma eins og steik á grilli. Dásamlegir, gáfaðir og sniðugir krakkar alveg hreint!

Svo kom upp úr dúrnum að allir vissu að ég ætti afmæli og þau vildu syngja fyrir mig afmælissönginn. Flott mál :o)
Og þau byrjuðu: Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Hún á afmæli hún.....
...þegar hér var komið sögu rann upp fyrir sumum að þeir mundu ekki nafnið mitt og þögnuðu...
...aðrir mundu betur og sungu Bjööörg...
...enn aðrir sungu Guðrún... af því það var mamman sem var með bókakynningu í síðustu viku!
...ooog svo kom eitt hátt og skýrt Mammmmma!...
Og svo sameinuðust allir í síðustu línunni: Hún á afmæli í dag!!...

Hreint út sagt yndislegt. Ég hef aldrei fengið svona margradda flottan afmælissöng áður :o)

Ég get náttúrulega ekki látið ógert að minnast á elskulegan eiginmann minn sem sendi mér blómvönd í vinnuna í morgunsárið, stráði yfir mig gjöfum seinnipartinn, sansaði afmælistertu, eldaði afmæliskvöldverð og er nú að fara að gefa mér tásunudd yfir sjónvarpinu. Það er nú ekki hægt að hafa það betra :o)

Takk fyrir daginn, ég er sátt!