miðvikudagur, 29. febrúar 2012

Aukadagur

Í dag er svona aukadagur. Dagur sem reglulega kemur óvænt í fangið á okkur. Sumum til mikillar gleði, eins og þeim sem eru í tímaþröng og finnst vanta fleiri klst í sólarhringinn, en líka fyrir vinnuveitendur sem fá þarna aukalegt vinnuframlag frá starfsmönnum sínum án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyrir það (þá á ég auðvitað við fastlaunafólk). Öðrum til mikilla rauna, eins og þeim sem kláruðu launin sín fyrir löngu og bíða nú aukadag eftir útborgun.

Mér finnst að svona aukadagar eigi að vera til eigin ráðstöfunar, ekki til að eyða í vinnunni eða til að gera óþarfa leiðinlega hluti. Þannig verður þetta líka þegar ég kemst til valda, múhahaha!

2 ummæli:

Ingvar sagði...

Ætlar þú að bjóða þig fram til forseta? ;-)

Björg sagði...

Ég var að spá í heimsyfirráðum, en ef það er engin laus staða þar, þá nægir forsetaembættið í bili :)