föstudagur, 30. maí 2008

Kjánahrollur

Íslenskar hamfarafréttir finnst mér oft svo kjánalegar.

Það er ekki langt síðan fréttatímar voru undirlagðir fréttum frá Kína, þar hrundu heilu skólarnir og ekki vitað um afdrif þúsunda barna. Foreldrar grétu, börn grétu og heimurinn fylgdist með í angist.

Á Íslandi ríður jarðskjálfti yfir og bókahillur falla til gólfs. 28 manns leita sér læknisaðstoðar og börnin verða hrædd. Auðvitað hræðilegt allt saman.
Samt tekst fréttamönnum ekki almennilega að koma hörmungunum til skila og útkoman er... tja, kjánaleg.

Í gærkvöldi mátti sjá viðtal við mann sem lá á sjúkrabörum með plástur á stórutá vinstri fótar, langt viðtal í æsifréttastíl sem hrærði mig ekki. Í alvöru, stóratá?? Plíííís.
Einnig mátti sjá viðtal við móður og barn sem urðu viðskila í jarðskjálftanum, hann lokaðist inni í húsi en hún var fyrir utan. Auðvitað alveg hræðilegt en fréttaflutningurinn eyðilagði allt, fréttamaðurinn beygði sig niður að barninu og pressaði á það, kom við kaunin, þar til það brast í grát og hjúfraði sig að móður sinni. Fréttamaðurinn var örugglega ánægður, tár selja nefnilega.

Kjánalegt.

Sumum finnst þetta hér ekki vitund kjánalegt heldur alveg hræðilegt... af hverju var ekki meira gert úr þessu?

Besta sagan fannst mér af manninum sem var að keyra í bíl sínum í Grímsnesinu þegar skjálftinn reið yfir. Hann hélt það væri sprungið og stoppaði úti í kanti. Steig út úr bílnum til að kíkja á dekkið og sá þá að allir hinir bílstjórarnir höfðu líka stoppað í sama tilgangi... var sprungið hjá öllum í einu?
Mér finnst svooo fyndið að hugsa til þessara sekúndna sem maðurinn hefur hugsað: "hei skrýtið, er sprungið hjá þessum líka?...og þessum?...oooog þess....aaaaaaaa ókei, ég skil"

Bara fyndið!

Blogged with the Flock Browser

fimmtudagur, 29. maí 2008

laugardagur, 24. maí 2008

Ojæja

Ekki unnum við þetta árið! Það skrifast þó ekki á flytjendurna því þau stóðu sig alveg 100%, voru alveg ótrúlega flott á sviðinu.
Danir voru samt alveg að fatta þetta og gáfu okkur 12 stig, mig grunar nú að nokkur atkvæði hafi komið frá öllum Íslendingunum í Baunalandi sem sátu sveittir við símann að kjósa! (ehaggí?).
Fjórtánda sætið er annars bara ágætt.
Sænska botox-drottningin hlýtur að vera brjáluð núna, hún átti allt eins von á því að vinna held ég en lenti samt fyrir neðan okkur!

Nú er komin vika síðan ég kláraði síðustu verkefnin. Þetta er búin að vera skrýtin vika, hálf svona tómleg...
Hvað í ósköpunum á ég að gera núna? Enginn skóli, engin verkefni, ekki neitt! Verð að finna mér eitthvað til dundurs og vonandi verða málningarpenslarnir fyrir valinu, þessu húsi mínu veitir ekki af nokkrum umferðum "hér og þar".
Annars er Tóti búinn að vera duglegur, þvottahúsið mitt er að verða fínt: nýflísalagt og ný innrétting. Svo skelltum við okkur í Ikea í dag og keyptum innréttingu í búrið og það verður aldeilis munur.

Tóti er líka hetja dagsins. Hann var að útskrifast með sveinspróf og stóð sig með prýði eins og vænta er af þvílíkum snillingi.

Blogged with the Flock Browser

föstudagur, 16. maí 2008

Hér er ég!

Jæja þá, kominn mánuður og maður verður jú að standa við orð sín.
Nú sé ég fyrir endann á þessari brjáluðu önn og ég ætla ALDREI að gera þetta aftur. Er búin að skrá mig í 5 einingar næsta haust og ætla mér að hafa það náðugt þá.
Þrátt fyrir miklar annir þá hefur þetta verið skemmtileg önn, sérstaklega þar sem ég er búin að prófa ósköpin öll af forritum, tólum og tækjum sem ég get nú notfært mér til hins ýtrasta.

Fyrr í vetur prófaði ég t.d. Second Life aðeins (í alvöru, stundum trúi ég ekki að ég sé í skóla, þetta er e-n veginn of skemmtilegt til þess...)

Ég byrjaði í einhvers konar æfingabúðum þar sem ég lærði að hreyfa mig, aka alls kyns farartækjum, fljúga og eiga samskipti við aðra. Þarna var fjöldinn allur af öðrum byrjendum sem fetuðu sín fyrstu skref þarna líkt og ég.

Það gekk allt saman rosalega vel, nema hvað fötin sem ég var í voru eitthvað svo bjánaleg, allt of efnislítil og hálfgegnsæ. Þannig að ég fór inn í "fataskápinn" og fletti í gegnum flíkurnar sem voru í boði. Ég týndi til skárri flíkur og klæddi mig úr til að hafa fataskipti. Það var fljótgert þar sem flíkurnar voru fáar og þunnar.

Ekki veit ég hvað gerðist svo, en áður en ég náði að klæða mig í nýju fötin var ég skyndilega komin út úr skápnum og stóð þarna kviknakin fyrir framan furðu lostna SL nýliða! Ég fann fyrir sýndar-blygðun og reyndi í ofboði að komast aftur inn í skáp. Áður en ég náði því birtist ungur maður við hlið mér og vildi endilega spjalla við mig. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað hann sagði en það var eitthvað á þessa leið: "mmmmmmmmmmmmmmmmhmmmmmmmm how are YOU doin´ "

Ég fór upp í File og Quit og yfirgaf þennan kjötmarkað í skyndi.


Allavega, nú á ég aðeins eftir að fínpússa nokkur verkefni og skila, þá verður þetta loksins búið og komið að máli málanna:
Sumarfríííí!!!
Jebb, það hefst eftir rúmar tvær vikur og þá hef ég einmitt pantað brjálaða sól og bilaða blíðu í stíl við súkkulaðibrúnt litarhaft :þ

En nú er ég farin að fínpússa,
túrílú
Blogged with the Flock Browser