Af bókum 2016

Hér er ætlunin að halda utan um þær bækur sem ég les ár hvert
Lesnar bækur vilja falla í gleymskunnar dá hjá mér og er þessari síðu ætlað að bæta úr því. T.d. hef ég ekki hugmynd um það hvort ég lesi 10 eða 20 bækur á ári og man alls ekki hvort eitthvað var varið í þær. Þannig að þetta er tilraun, sjáum til hvort hún skili einhverju gagnlegu.


Bækur lesnar á árinu 2016:


  • Lífið að leysa e. Alice Munroe. Þegar ég tók þessa bók á safninu vissi ég ekki að um væri að ræða smásagnasafn. Hafði bara heyrt bókina lofaða í bak og fyrir og höfundurinn margverðlaunaður Nóbelsverðlaunahafi. Ég á alltaf erfitt með smásögur, finnst erfitt að lesa þær og sögurnar í þessari bók eru ekki í léttari kantinum. Hver saga er efni í þykka skáldsögu og þegar ég var búin með bókina fannst mér ég hafa lesið 14 skáldsögur í fullri lengd! Sögurnar eru líka misgóðar og þegar frá líður eru kannski tvær eða þrjár sem standa upp úr. Ég les alltaf fyrir svefninn, og þessi bók er ekki góð í þess háttar lestur. Mæli frekar með að henni sé gefinn tími, svo hver saga fái sín notið.
  • Sögusafn bóksalans e. Gabrielle Zevin. Þessa bók greip ég með mér á bókasafninu án þess að hafa heyrt á titilinn eða höfundinn minnst. Sagan er góð og hélt mér allan tímann. Söguþráðurinn býður upp á leiðindi og væmni; Einmana og truntulegur bóksali - Lítið barn sem er skilið eftir í búðinni hans - Bóksalinn er ekki einmana og truntulegur lengur. En frásögnin er góð, og ekkert örlar á leiðindum eða væmni. Get alveg mælt með lestri þessarar bókar.
  • Sogið e. Yrsu Sigurðardóttur. 
  • Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry e. Rachel Joyce
  • Himnaríki og helvíti e. Jón Kalmann


Bækur lesnar á árinu 2015

Bækur lesnar á árinu 2014


Bækur lesnar á árinu 2013


Engin ummæli: