þriðjudagur, 31. janúar 2012

Janúarhlaup

Tölur fyrir janúarmánuð eru komnar í hús:
  • Hlaupnir  kílómetrar: 55.64
  • Tími á hlaupum: 06:25:28
  • Fjöldi hlaupa: 15
  • Lengst hlaupið í einum spretti: 6.48 km
  • Lengsti tími á hlaupum: 45:05
Svo er snjórinn farinn, sólin að hækka á lofti og allt að gerast, það verður því aldeilis hlaupið í febrúar!



miðvikudagur, 25. janúar 2012

Snjór, snjór, snjór


Hér hefur snjóað dálítið í gær og í dag. 
Af arninum og sólstólunum að dæma þá erum við að tala um a.m.k. 20 cm. Þeir bera þetta vel :o)




mánudagur, 23. janúar 2012

Ansi hressandi vetrarhlaup


Það sem ég nennti nú alls ekki að fara út að hlaupa áðan, veðrið að versna, allt í snjó og klaka og ískalt. Datt samt bara einu sinni á leiðinni. Ekki þó á rassinn, því mér tókst að bjarga heiðrinum snarlega með því að reka rassgatið beint út í loftið og hrynja niður á fjóra fætur. Þorði ekki einu sinni að líta í kringum mig og athuga hvort einhver væri að glápa...

Maraþoni janúarmánaðar náð

Þá er ég búin að hlaupa maraþon í mánuðinum og rúmlega það. Jebbsí, heilir 44.78 km hlaupnir í 13 hlaupum á 05:10:15. Svo er bara að gera betur í febrúar, það vill til að það er hlaupár og þá er sá mánuður í lengra lagi ;)

þriðjudagur, 17. janúar 2012

Heimalærdómur


Heimalærdómurinn á E9. Mamman í tónfræði, Sólin með stærðfræði. Möndlur og súkkulaði meððí.

Bara óssköp notalegt :-)

Published with Blogger-droid v2.0.3

sunnudagur, 15. janúar 2012

Ljósmyndaferð

Af því veðrið er svo gott fórum við í ljósmyndaferð áðan, eins og við gerum reglulega. Tóti með sleggjugræju, ég með mína nettu Canon Ixus, Björgvin með sína 10 ára gömlu Sony Cybershot 2.0 mpixla... Allir höfðu samt gaman að þessu :o)
Ljósmyndararnir gera græjurnar klárar, gæðum heimsins er misskipt...


Neró getur verið ágætis fyrirsæta


Pollur


Klettabrún

laugardagur, 14. janúar 2012

Maraþon á mánuði

Mig langar að hlaupa maraþon í hverjum mánuði á árinu 2012. Nema kannski þegar ég fer í sumarfrí.
Nú má ekki skilja sem svo að ég ætli að hlaupa þetta í einum spretti, síður en svo. Tek mér mánuðinn í þetta, en reyni að ná maraþoninu sífellt fyrr í mánuðinum.

Nýjustu tölur voru að detta í hús, eftir hlaupið í dag þann 14. janúar 2012 þá hef ég samtals hlaupið 23.6 km á árinu á 2:44:02s í 8 lotum. Maraþonið er eins og allir vita 42.195 km svo ég er þú þegar komin með hálft maraþon og ætti að ná þessu léttilega :o)

Nú árið er liðið...

...og vel það, án þess að orðum hafi verið eytt á það á þessum vettvangi. Og í einu vetfangi kominn þrettándi janúar! Undarlegt nokk...

Annars leggst þetta ár bærilega í mann. Kannski þarf drastískar breytingar, sjáum til eftir árið. Annars er bara eitt áramótaheiti, að umgangast skemmtilegt fólk á árinu, ég þekki fullt af svoleiðis, þarf bara að gera meira af því að umgangast það fólk! Þetta gengur svona lala, ekkert alltaf sem maður fær því ráðið hverja maður umgengst, það er bara þannig. Kannski maður ætti að vinna meira í því að kæra sig kollóttan um hegðun og viðmót annars fólks og jafnvel hækka mótlætisþolið aðeins, ég mun spá aðeins í því og endurskoða áramótaheitið eftir þörfum.



Talandi um þol, það er ekkert átak í gangi, bara át-tak. Ég ét og ét eins og ég get, á tveggja tíma fresti allan daginn, það skilar sér í betra hlaupaformi. Mæli alveg með MiCoach til að planleggja og hvetja með hlaupin, það er allavega að svínvirka fyrir mig. Hver veit hvað gerist svo með vorinu í hlaupamálum...

Knús!

þriðjudagur, 10. janúar 2012

Upprisa bloggaranna

Það er aldeilis að lifna yfir bloggheimum, sem betur fer. Kannski fer þessu Facebook-fári bráðum að ljúka svo allir geti komið sér notalega fyrir með gestum og gangandi á blogg-heimili sínu á ný, mikið væri það nú notalegt.

Mér finnst áberandi margir halda úti einstaklega fallegum síðum um mat og hönnun sem fylla mann innblæstri og jákvæðni. Uppskriftir, skemmtilegar myndir og slóðir. Það er þá eitthvað annað en neikvæðnin og niðurrifið sem á sér stað á FB.



Nú verð ég duglegri að skrifa, ég lofa!

BB