...og vel það, án þess að orðum hafi verið eytt á það á þessum vettvangi. Og í einu vetfangi kominn þrettándi janúar! Undarlegt nokk...
Annars leggst þetta ár bærilega í mann. Kannski þarf drastískar breytingar, sjáum til eftir árið. Annars er bara eitt áramótaheiti, að umgangast skemmtilegt fólk á árinu, ég þekki fullt af svoleiðis, þarf bara að gera meira af því að umgangast það fólk! Þetta gengur svona lala, ekkert alltaf sem maður fær því ráðið hverja maður umgengst, það er bara þannig. Kannski maður ætti að vinna meira í því að kæra sig kollóttan um hegðun og viðmót annars fólks og jafnvel hækka mótlætisþolið aðeins, ég mun spá aðeins í því og endurskoða áramótaheitið eftir þörfum.
Talandi um þol, það er ekkert átak í gangi, bara át-tak. Ég ét og ét eins og ég get, á tveggja tíma fresti allan daginn, það skilar sér í betra hlaupaformi. Mæli alveg með MiCoach til að planleggja og hvetja með hlaupin, það er allavega að svínvirka fyrir mig. Hver veit hvað gerist svo með vorinu í hlaupamálum...
Knús!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli