Mig langar að hlaupa maraþon í hverjum mánuði á árinu 2012. Nema kannski þegar ég fer í sumarfrí.
Nú má ekki skilja sem svo að ég ætli að hlaupa þetta í einum spretti, síður en svo. Tek mér mánuðinn í þetta, en reyni að ná maraþoninu sífellt fyrr í mánuðinum.
Nýjustu tölur voru að detta í hús, eftir hlaupið í dag þann 14. janúar 2012 þá hef ég samtals hlaupið 23.6 km á árinu á 2:44:02s í 8 lotum. Maraþonið er eins og allir vita 42.195 km svo ég er þú þegar komin með hálft maraþon og ætti að ná þessu léttilega :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli