Það er aldeilis að lifna yfir bloggheimum, sem betur fer. Kannski fer þessu Facebook-fári bráðum að ljúka svo allir geti komið sér notalega fyrir með gestum og gangandi á blogg-heimili sínu á ný, mikið væri það nú notalegt.
Mér finnst áberandi margir halda úti einstaklega fallegum síðum um mat og hönnun sem fylla mann innblæstri og jákvæðni. Uppskriftir, skemmtilegar myndir og slóðir. Það er þá eitthvað annað en neikvæðnin og niðurrifið sem á sér stað á FB.
Nú verð ég duglegri að skrifa, ég lofa!
BB
Engin ummæli:
Skrifa ummæli