fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Bílaraunir

Ég og Mr. Musso endurnýjuðum gömul kynni í vikunni. Það hýrnaði aldeilis yfir honum þegar hann komst að því að hans hlutverk væri að ferja okkur á milli staða á ný.

Jú, jú, við keyptum nýjan bíl um daginn sem átti að leysa gamla Bláma af hólmi en... var ég ekki búin að segja frá því hvað við erum rosalega óheppin þegar kemur að fjárfestingum?

Auðvitað keyptum við ekki bíl sem er í lagi. Onei. Hann er bilaður... bilaður og kostar jafnvel nokkuð hundruð þúsara að gera við hann!!! Það má ekki einu sinni keyra hann suður í viðgerð, hann þarf að fara á kerru. Drusla!
Sem betur fer þurfum við samt ábyggilega ekki að borga viðgerðina sjálf.


Vinurinn fékk frábæra hugmynd um daginn.
Hann stakk upp á því við mig að við myndum kaupa okkur utanlandsferð og vera í útlöndum 1. apríl. Og við áttum að fara til lands þar sem eru kviksyndi...
Ástæðan?
Jú, þetta var partur af meiriháttar plotti sem hann var búin að plana út í ystu æsar. Drengurinn ætlaði nefnilega að taka með sér kúrekahatt og snæri og kasta hattinum út í kviksyndi.
Svo myndi pabbi koma aðvífandi, sjá hattinn og hrópa: "Æ, æ, Björgin hefur sokkið í kviksyndi!!".
Þá ætlaði Vinurinn að stökkva fram og kalla: "Fyrsti apríl!!"
Hehe, frábært hugmyndaflug finnst mér :)

Jæja, það kemur ekkert af viti upp úr mér svo ég er hætt.

mánudagur, 25. febrúar 2008

Handlaginn heimilisfaðir

Oh, damn it.
Þetta sést ekki allt saman!
Ojæja, það er hægt að sjá heildarmyndina með því að smella á þumalmyndina hér fyrir neðan.



Ég var s.s. að prófa að búa til comic strip á Pixton.com.
Ekki mikið erfiðara en Animoto.com þannig að Hörður... koma svo :)

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Sumarbústaðarferð

Við vorum að koma úr Húsafelli eftir ansi blauta afslöppunarhelgi.

Þessi ferð var dálítið klúður svona farangurlega séð. T.d. vorum við með brauð en ekkert smjör, osta en ekkert kex, hund en enga kúkapoka. Svosem ekkert alvarlegt.
Mér leist samt ekki á blikuna þegar úrbeinaða Einarsbúðarlærið var um það bil að verða tilbúið og ég ætlaði að hefja sósugerð... það eina sem ég hafði tekið með mér til sósugerðar var rjómi :s Ekkert krydd, enginn sósujafnari, enginn kjötkraftur...

Það vill sem betur fer til að ég er sósugerðarmeistari. Segi það og skrifa það.
Jebb, sósugerð er mér í blóð borin.

Ég ætla ekkert að ljóstra upp um aðfarirnar en með rjómann og skyndigert kjötsoð að vopni tókst mér að gera ansi ljóta, þunna, en undurbragðgóða sósu. Raunar ótrúlegt hvað hún var góð :)

Annars gerðum við lítið merkilegt í bústaðnum, lágum mestmegnis í leti og átum á okkur gat.

Nenni ekki að skrifa meir, framundan er lærdómsátak, kennsluáætlunargerð, æfingakennsla og fleira skemmtilegt og ég verð að byrja í kvöld :-s

Takk allir sem hugsuðu til mín á stórafmælinu, færðu mér gjafir, kveðjur, skilaboð, eða skeyti. Já, skeyti! Mér datt ekki í hug að það væri hægt lengur. Elska ykkur öll :o)

Þeim sem sendi DV mynd af mér hugsa ég hins vegar þegjandi þörfina...

föstudagur, 15. febrúar 2008

Afmælisbarn dagsins...

er ég!



Þá er komið að því.
Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum kom ég í heiminn með lítilli fyrirhöfn móður minnar.
Stóri dagurinn runninn upp, ðe big þrí ów. Síðasti söludagur nálgast óðum.
Ekki það að ég hafi áhyggjur af því, ég er enn að bíða eftir því að verða fullorðin svo ég fái að vita hvað verður úr mér þegar ég verð stór...

Alla vega, ég vil óska sjálfri mér innilega til hamingju með daginn, lífið og tilveruna. Mér sýnist vera bjart framundan :)

Lifið heil :-*


miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Hvert fór þessi í innkaupaleiðangur?


Ertu ekki að grínast í mér?

Hús fullt af gulli...

Takið sérstakleg eftir því að í svefnherberginu eru ÞRJÁR kristalsljóstkrónur en í stofunni hanga rússaperur niður úr gullrósettunum....

Einstök fasteign þarna á ferðinni :s

Nei djók, ég er að læra... ekki að vafra um á netinu :)



mánudagur, 11. febrúar 2008

Nýr torfærubíll :S

Sökum ófærðar og almennra leiðinda í veðri þá uppfærðum við fjölskyldubílinn um helgina.

Yepp, Mr. Musso hefur þjónað sínum tilgangi hingað til... og hans tilgangur er greinilega ekki sá að keyra um í hálku og snjó, svo mikið er víst. Ætti ég ekki að góðan nágranna sem mokaði mig og Mr. Musso upp úr innkeyrslunni einn snjóþungan morgun um miðja síðustu viku.... tja, þá væri ég kannski ekki hér heldur ennþá úti í bíl...

Okkur var því nóg boðið og í ofboði keyptum við einn undurfagran Pajero í gær (Silfurlitaðan Árný, silfurlitaðan :))
Ohhh, hvað ég er glöð að eiga bílalán á ný :)

Ég skil samt hvernig Mr. Musso líður, hann prýðir nú aukabílastæðið og er þar með orðinn aukahlutur í okkar lífi (snökt), fer ekki með í útilegur eða veiðiferðir (snörl), hann getur gleymt sjöttu Veiðivatnaferðinni sinni (sjúguppínös) ohhhhhvaðþettaeralltsamansorglegt

Er að hugsa um að sleppa því að persónugera nýja bílinn. Það gerir uppfærslur erfiðari. Sólin spurði samt í dag að því hvað bíllinn héti..
Ég er að hugsa málið...
Pajero...
...Peró
Pó!...
...Pæjó
....
__________________________________
Vinurinn var með pabba sínum inni í skúr um daginn þar sem þeir voru að smíða. Pabbinn hefur verið mikið í skúrnum undanfarið og eitthvað fannst Vininum pabbi sinn vera sóðalegur:
"Rosalega er mikið drasl hérna... veistu á hvað þetta minnir mig? Þetta minnir mig á herbergið mitt...
....eeeeða kannski ekki alveg..." !!!
(Og þá hefur nú verið miiiiiikið drasl í bílskúrnum ;))
__________________________________

Farin að sofa, ef e-r vill undurblíðan Musso sem vantar smá athygli og ný dekk þá má sá hinn sami hafa samband ;)

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Tapað fé?

Vinurinn missti tönn um helgina. Tannmissir er nú varla í frásögur færandi lengur hjá drengnum þar sem þetta var tönn nr. 4 sem þarna hvarf.
Já, ég segi hvarf.

Vinurinn fann nefnilega ekki tönnina og var því hálfsúr þegar hann vakti mömmuna árla sunnudagsmorguns og tilkynnti um hvarfið.

Eftir að hafa leitað um allt og velt þessu aðeins fyrir sér þá komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hlyti að hafa gleypt tönnina! Hann er búinn að vera aðeins kvefaður og er mikið að ræskja sig og sjúga upp í nefið þessa dagana. Þess vegna var hann alveg handviss um að hann hlyti að hafa sogið svo duglega upp í nefið þá um nóttina... að tönnin hafi hreinlega sogast með horinu niður í maga! Mjög fúlt því tanndísin borgar náttúrulega ekkert fyrir gleypta tönn...

Þetta náttúrulega býður upp á glens og grín af ýmsu tagi:
"passaðu þig að hún bíti þig ekki í rassinn á leiðinni út!" og svoleiðis.

Hehe, við erum fyndið fólk.

Þetta er ágæt saga finnst mér. Henni lýkur samt þannig að mamman var að búa um Vininn kvöldið eftir meint tannát, hristi sængina og þar lá tönnin. Vininum til mikillar gleði. Pabbi hans bauð honum 300-kall fyrir tönnina. Ekki séns. Undir koddann fór hún og Vinurinn varð 100-kalli ríkari daginn eftir.

Eða 200-kalli fátækari... Það fer svona eftir því hvernig á málin er litið.

Mig langar ekkert að skrifa nema smásögur af öðrum. Frá mér fáið þið ekkert.
Ég gæti náttúrulega bullað e-ð um skólann, æfingakennslu eða verkefnavinnu, en hvar er fjörið í því?
Þess vegna ætla ég ekkert að skrifa af mér fyrr en það færist fjör í mig.

mánudagur, 4. febrúar 2008

Algjört furðuverk

Yxi mér skegg myndi ég fara eins að og kjallinn þessa dagana og leyfa því baaaara að vera meðan það er svona hryllilega kalt. Sólinni fannst þetta alveg furðulegt fyrirbæri þar sem hún strauk pabba sínum um vel loðna kjammana í dag og virti frumskóginn fyrir sér. Klóraði aðeins í það, velti höfði hans til í lófa sínum og skoðaði vel.

Hrökk svo skyndilega við og setti upp hissasvipinn:
Pabbi! Skeggið er fast við hárið á þér!!!

Alltaf verður það furðulegra þetta líf :)

föstudagur, 1. febrúar 2008

Animoto.com

Þetta gerði ég á 5 mínútum á Animoto.com. Skoh, það er margt sem maður lærir í skólanum :)