mánudagur, 23. janúar 2012

Ansi hressandi vetrarhlaup


Það sem ég nennti nú alls ekki að fara út að hlaupa áðan, veðrið að versna, allt í snjó og klaka og ískalt. Datt samt bara einu sinni á leiðinni. Ekki þó á rassinn, því mér tókst að bjarga heiðrinum snarlega með því að reka rassgatið beint út í loftið og hrynja niður á fjóra fætur. Þorði ekki einu sinni að líta í kringum mig og athuga hvort einhver væri að glápa...

Engin ummæli: