föstudagur, 28. desember 2012

Nice Capture...

Eftir kvöldmatinn skelltum við fjölskyldan okkur í bíltúr. Ferðinni var heitið á Flugeldasölu Björgunarsveitanna þar sem við styrktum þá aðeins. Svo tókum við smávegis rúnt um bæinn alla leið niður á Breið. Þar var ógurlega fallegt í kolniðamyrkri þar sem hundslappadrífan sveif þétt til jarðar. Vitinn lýsti upp snjódrífuna svoleiðis að við urðum agndofa.
"Ég vildi að ég væri með myndavélina", stundi ljósmyndarinn, horfði upp til vitans og hugsaði til 20 kílóa flykkisins sem sat heima á skrifborði. Hann nennir ekki alltaf að taka með sér þvi hún er svo fyrirferðarmikil.
"Ég er með mína", sagði bloggarinn og teygði sig eftir smáræðis sýnishorni af myndavél sem er ávallt geymt í veskinu.

Bloggarinn tók þessa fínu mynd, ekkert flass, á tíma (ljósopið haft opið lengur en blablabla). Hahaaa! Hún er kannski ekki alveg í fókus og ég þarf klárlega að fá mér þrífót, en ég get eftir sem áður tekið myndir á tíma! Ekki hafði ég hugmynd um það :) Jæja, farin að sprengja smávegis.

Nice capture =)

miðvikudagur, 26. desember 2012

Jóladagur

Jæja, ég druslaðist út í hlaup á sjálfan Jóladag! Ekki veitir af, það brakaði í mér allri þegar ég fór á fætur í morgun, ég hef verið svo löt að hreyfa mig undanfarið. Við Ágústa hlupum saman 5k hring um bæinn og vorum svakalega ánægðar með dugnaðinn. Aldeilis fínt að skella sér svo í hangikjöt til tengdó og belgja sig út af góðum mat.

Annars er það helst að frétta að í gær var Aðfangadagur! Við fjölskyldan voru heima, eins og venjulega, og iðkuðum okkar helgu og fastmótuðu siði með smá tvisti hér og þar, allt eins og það á að vera. Börn og fullorðnir voru afskaplega ánægðir með gjafir og kveðjur. Við gáfum krökkunum litlar spjaldtölvur sem þau eru í skýjunum með og vinurinn dreif saumavélina upp á borð í morgun og saumaði poka utan um þær, vantar bara smellur til að loka þeim og þá eru komnar fínustu spjaldtölvutöskur. Hann er bæði úrræðagóður og handlaginn drengurinn :)

Jólatréð skreytt á Þorláksmessukvöld

Sólin að hengja skraut á jólatréð

Skrautið á jólatrénu á sér oft sögu, Björgvin gerði nokkra kanil-leirmuni á leikskólanum þegar hann var 4ra ára. Þeir ilma ennþá yndislega og minna alltaf á jólin :)

Fallegu systkinin á E9 á árlegri jólamyndatöku eftir skreytinguna. Ég held að jólatréð fari minnkandi með hverju árinu!

Krúttleg :)

Það voru nú ekki margar myndir teknar á aðfangadagskvöld, við gleymdum okkur alveg í hugginu. Þarna erum við farin að spila um miðnæturbil og Sólin komin í kósígallann :*

Vinurinn kominn í bolinn frá Keilufélaginu, helsáttur við kvöldið







sunnudagur, 16. desember 2012

Piparkökuhús 2012

Hér á heimilinu hafa verið í gangi framkvæmdir sem tafið hafa ýmsan jólaundirbúning. En nú sér fyrir endann á því öllu saman og nýtt og betrumbætt heimili óðum að verða tilbúið fyrir jólin. Í dag var loksins ráðist í gerð Piparkökuhússins 2012. Við máluðum líka piparkökur í dag, heilmikill kósídagur hér á E9.




























Krakkarnir gerðu sín piparkökuhús á 1. í aðventu, þau voru étin samdægurs! Best að setja líka inn myndir af þeim:

















Svo gerðum við kertastjaka úr appelsínu og fengum okkur heitt kakó og engiferkökur, fátt sem jafnast á við það!



fimmtudagur, 13. desember 2012

Frídagur


Ég ákvað að vera grand og taka út langþráðan frídag á morgun. Vil samt ekki að þetta fari allt saman í vitleysu og mun nota fríið á skipulegan og gáfulegan hátt. Gerði lista til öryggis, samt ekki til skipulagsfrík í mér...
Published with Blogger-droid v2.0.9

mánudagur, 10. desember 2012

Hlaupamynd

Það er kuldalegt um að litast þessa dagana, það er bara hressandi!

Published with Blogger-droid v2.0.9