laugardagur, 24. maí 2008

Ojæja

Ekki unnum við þetta árið! Það skrifast þó ekki á flytjendurna því þau stóðu sig alveg 100%, voru alveg ótrúlega flott á sviðinu.
Danir voru samt alveg að fatta þetta og gáfu okkur 12 stig, mig grunar nú að nokkur atkvæði hafi komið frá öllum Íslendingunum í Baunalandi sem sátu sveittir við símann að kjósa! (ehaggí?).
Fjórtánda sætið er annars bara ágætt.
Sænska botox-drottningin hlýtur að vera brjáluð núna, hún átti allt eins von á því að vinna held ég en lenti samt fyrir neðan okkur!

Nú er komin vika síðan ég kláraði síðustu verkefnin. Þetta er búin að vera skrýtin vika, hálf svona tómleg...
Hvað í ósköpunum á ég að gera núna? Enginn skóli, engin verkefni, ekki neitt! Verð að finna mér eitthvað til dundurs og vonandi verða málningarpenslarnir fyrir valinu, þessu húsi mínu veitir ekki af nokkrum umferðum "hér og þar".
Annars er Tóti búinn að vera duglegur, þvottahúsið mitt er að verða fínt: nýflísalagt og ný innrétting. Svo skelltum við okkur í Ikea í dag og keyptum innréttingu í búrið og það verður aldeilis munur.

Tóti er líka hetja dagsins. Hann var að útskrifast með sveinspróf og stóð sig með prýði eins og vænta er af þvílíkum snillingi.

Blogged with the Flock Browser

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta má kallast góður árangur í júróvisjón. Datt reyndar í hug, getum við norðurlöndin ekki bara haldið okkar eigin keppni? Northern-Vision, það er flott! En gott að þú ert komin úr skólanum, það er bara óhollt að liggja í bókum allan daginn!
Sjáumst.
..og 12 stig fyrir Tóta!

Nafnlaus sagði...

Ísland fékk stig fá mér og öllum úr partýinu sem ég var í :o)
Bara verst að hafa ekki getað kosið Danmörk, mér fannst þeirra lag mjög skemmtilegt. Ég fékk minna sjokk í annað skiptið sem ég heyrði Ísl. lagið og þjóðarstoltið gerði það að verkum að ég kaus það ;o)

Til hamingju með Tóta þinn... þetta gat hann :o) en ekki hvað!

Hlakka til að kíkja á ykkur í sumar og sjá hvað er orðið flott hjá ykkur.

Kremjur..