föstudagur, 30. maí 2008

Kjánahrollur

Íslenskar hamfarafréttir finnst mér oft svo kjánalegar.

Það er ekki langt síðan fréttatímar voru undirlagðir fréttum frá Kína, þar hrundu heilu skólarnir og ekki vitað um afdrif þúsunda barna. Foreldrar grétu, börn grétu og heimurinn fylgdist með í angist.

Á Íslandi ríður jarðskjálfti yfir og bókahillur falla til gólfs. 28 manns leita sér læknisaðstoðar og börnin verða hrædd. Auðvitað hræðilegt allt saman.
Samt tekst fréttamönnum ekki almennilega að koma hörmungunum til skila og útkoman er... tja, kjánaleg.

Í gærkvöldi mátti sjá viðtal við mann sem lá á sjúkrabörum með plástur á stórutá vinstri fótar, langt viðtal í æsifréttastíl sem hrærði mig ekki. Í alvöru, stóratá?? Plíííís.
Einnig mátti sjá viðtal við móður og barn sem urðu viðskila í jarðskjálftanum, hann lokaðist inni í húsi en hún var fyrir utan. Auðvitað alveg hræðilegt en fréttaflutningurinn eyðilagði allt, fréttamaðurinn beygði sig niður að barninu og pressaði á það, kom við kaunin, þar til það brast í grát og hjúfraði sig að móður sinni. Fréttamaðurinn var örugglega ánægður, tár selja nefnilega.

Kjánalegt.

Sumum finnst þetta hér ekki vitund kjánalegt heldur alveg hræðilegt... af hverju var ekki meira gert úr þessu?

Besta sagan fannst mér af manninum sem var að keyra í bíl sínum í Grímsnesinu þegar skjálftinn reið yfir. Hann hélt það væri sprungið og stoppaði úti í kanti. Steig út úr bílnum til að kíkja á dekkið og sá þá að allir hinir bílstjórarnir höfðu líka stoppað í sama tilgangi... var sprungið hjá öllum í einu?
Mér finnst svooo fyndið að hugsa til þessara sekúndna sem maðurinn hefur hugsað: "hei skrýtið, er sprungið hjá þessum líka?...og þessum?...oooog þess....aaaaaaaa ókei, ég skil"

Bara fyndið!

Blogged with the Flock Browser

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo rétt hjá þér með allan þennan fréttaflutning. Það gerist svo sjaldan eitthvað krassandi á Ísl. og loksins þegar eitthvað kemur uppá er allt blásið upp í botn og allt borið saman við önnur lönd!

Ég var spurð að því í gær í vinnunni hvort Íslendingar lifi ekki alltaf í hálfgerðum ótta við náttúruhamfarir o.þ.h. Hvort það væri ekki óhugnanlegt að búa á svona stað þar sem allt í einu gæti komið jarðskjálfti!! haha... mér fannst þetta bara frekar fyndið. Sagðist aldrei pæla í þessu, enginn hefur slasast alvarlega í jarðskjálfta og húsin standa þetta ágætlega af sér.
-allavega hingað til!!!