Eftir mikla setu undanfarið sökum þýðinga og yfirlesturs hafði ég hugsað mér til hreyfings í dag. Það var því vel þegið þegar Vinurinn bauð mér og Neró í ljósmyndagöngu seinnipartinn. Dásemdarveður, sól og næstum því vorlegt. Alveg þangað til heim var komið og það skall á með svartri rigningu og meððí. En það er önnur saga.
Alla vega var fallegt í fjörunni í dag.
Sný mér að þýðingum á ný,
Boggan
 |
Spegilmynd |
 |
I´m the King of the World!! |
 |
Það getur verið fallegt um að litast inni í klettasprungum, þótt ekki láti þær mikið yfir sér í fyrstu. |
 |
Neró |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli