mánudagur, 9. júní 2014

Rigningardagur í Vík

Vitandi það að dagurinn í dag yrði í blautari kantinum sváfum langt fram að hádegi, öll nema Tóti sem fór á fætur á undan okkur og hellti upp á kaffi og svona. Í tilefni af rigningunni ætluðum við að hafa sund- og safnadag, en fundum ekkert safn utan litla skonsu í upplýsingamiðstöðinni sem vakti lítinn áhuga. Svo við fórum bara í sund, sem var alveg orðið tímabært. Við fórum í smá göngu, og eftir kvöldmat (brauð og túnfisksalat a la Tóti) keyrðum við yfir í Reynisfjöru, tókum myndir og skoðuðum hellinn í hressandi rigningunni. Við erum því ansi blaut og ansi langt síðan ég hef þurft að nota plastpoka í skóna!

Engin ummæli: