þriðjudagur, 17. júní 2014

Ferðadagur

Við ætluðum að færa okkur um set í dag, en veðrið var of gott til þess. Svo við nutum veðursins og hitans (23°C í forsælu, takk), sóluðum okkur og fórum í sund á Eskifirði.


En veðurspáin lýgur ekki og nú erum við sólbrennd á flótta til suðurs undan rigningarskýjum sem lóna þarna í baksýnisspeglinum. Já, til suðurs segi ég. Þetta verður því sennilega ekki hringferð í þetta sinn, heldur tveir hálfhringir. Það er líka í fína lagi enda búið að vera í meira lagi gott hjá okkur. Við erum samt ekki búin enn, eigum eftir að njóta okkar í nokkra daga til viðbótar. Svo vill til að ég var að enda við að fella nýju útilegusokkana af prjónunum og það verður ekki ónýtt að ylja sér á þeim fari hitastigið eitthvað niður fyrir tuttugu gráðurnar :)
Má ég kynna útilegusokkana Þakgil,
á bara eftir að fella af og skreyta lítillega.

Engin ummæli: