mánudagur, 23. júní 2014

Sjálfa

Ég er ekki alveg búin að ná áttum eftir heimkomuna og veit ekkert um hvað ég á að skrifa. Og deginum eyddi ég í baráttu við þvottafjallið, þannig að um það er takmarkað að skrifa. 

Svo hér er sjálfa af mér og geit. Þessi fallega frauka vildi ólm kyssa mig um daginn og bað mig af því tilefni að taka sjálfu af okkur.
Geitasjálfa

Ég á mikið af sjálfum eftir útileguna okkar og sjálfur eru í sjálfu sér gott efni í myndaröð. Kannski sjálfur verði bara innihald bloggs dagsins, út af þessu þarna með þvottinn, get ekki meira af þvotti í bili!
Hálendissjálfa

Hópsjálfa

Dalatangasjálfa

Snjósjálfa

Dúdsjálfa

Göngusjálfa

FjölskyldusjálfaHvar-er-takkinn-sjálfa 
Mæðgnasjálfa

Ástarsjálfa
Eru ekki annars allir farnir að þrælfíla orðið sjálfa? Finnst það einstaklega þjált og þegar maður fer að nota það hversdags, þá er það fljótt að verða að vana. Sjálf man ég ekki einu sinni hvað þetta var kallað áður!

1 ummæli:

HelgaB sagði...

Sætar sjálfur hjá þér, enda sjálf svo sæt! Gangi þér vel með þvottinn og lokasprettinn í bloggátaknu :)