Ég smellti þessari af okkur í dag þegar við gerðum nestisstopp á leiðinni að Kirkjubæjarklaustri. Böðuð sólargeislum auðvitað. Sólin skein samt ekki á okkur í gærkvöldi þegar við tjölduðum í roki og rigningu við Lambleiksstaði og ekki heldur í nótt þegar við rukum á fætur að taka saman markísuna áður en rokið næði að slíta hana af. Það gleymdist þó fljótt þegar við vorum búin að pakka í morgun og sólin tók að skína á nýjan leik. Hér á Kleifum við Kirkjubæjarklaustur hefur sólin svo skinið á okkur í allan dag, held hún sé að sjúk í okkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli