fimmtudagur, 12. júní 2014

Fimmtudagur

Við fluttum okkur um set í dag eftir tvær nætur að Kleifum, og erum nú á tjaldsvæði við Lambleiksstaði um 30 km frá Höfn. Auðvitað stoppuðum við oft á leiðinni, keyrðum til dæmis upp að Lómagnúpi, inn í skriðu sem þar hefur fallið fyrir löngu og fundum þar falleg vötn. Þetta er ekki sýnilegt frá veginum, enda eru flestar perlur þeim kostum gæddar, þær eru ekki auðsýnilegar og jafnvel þarf stundum að hafa dáldið fyrir þeim.

Tóti bleytti spúninn aðeins í dag, en varð ekki var

Göngugarparnir mínir
Einnig stoppuðum við hjá Skaftafelli og gengum upp að Svartafossi, falleg gönguleið og passlega löng fyrir krakka. Flottur dagur!

Engin ummæli: