Við fluttum okkur um set í gær frá Vík og að Kleifum rétt hjá Kirkjubæjarklaustri, eftir framúrskarandi dag uppi á Reynisfjalli, inni í Þakgili og Remundargili, en það síðastnefnda gengum við alveg inn að botni þar sem hár foss steypist niður gilbarminn. Held ég að Remundargil verði pottþétt heimsótt aftur, undurfagurt, iðagrænt og hrikalegt í alla staði.
En hér við Stjórnarfoss hefur dagurinn liðið við mikla sól og sælu. Við lágum í sólbaði frameftir degi og busluðum í Stjórninni, en drifum okkur svo í leiðangur og skoðuðum hið mikilfenglega Fjaðrárgljúfur og skelltum okkur svo í sund. Eftir matinn fóru Tóti og Jón aftur í Fjaðrárgljúfur til að taka myndir, en við krakkarnir fengum okkur göngutúr og skoðuðum Kirkjugólf, sem er myndarleg stuðlabergsklöpp hér rétt hjá tjaldsvæðinu.
|
Systkinin við Fjaðrárgljúfur |
|
Sólin mín hvílir lúin bein við Fjaðrárgljúfur |
|
Feðgarnir á ystu brún með myndavélarnar sínar |
1 ummæli:
Snilld alveg. Elska þetta svæði. Hef aldrei farið eða heyrt af Remundargili....verð greinilega að kíkja á það og mun sækja upplýsingar til þín um það :) Njótið hvers augnabliks, frábært að fylgjast með :*
Skrifa ummæli