Ef ég kemst hjá því þá ætla ég ekki inn í eina einustu búð í Reykjavík fyrr en eftir jól.
Ég fór í dag, ein með krakkana, til borgar óttans... kaffilaus.
Hafði ekki nennt að hella uppá áður en ég fór af stað og gleymdi að kippa með mér bolla í Olís. Áhrif kaffileysisins komu fljótlega í ljós inni í miðri troðfullri RL-búð, með suðandi kvikindin í eftirdragi og lýstu sér með almennum pirringi og stingandi höfuðverk. Höfuðverkurinn fór ekki fyrr en að loknu brjálæðinu í Smáralind, geðveikinni í umferðinni og eftir stutt stopp á KFC. Þar sem ég var að renna úr umdæmi Mosó fann ég hvernig slaknaði á öllum vöðvum og höfuðverkurinn rann út í sandinn.
Ahhh, hvað það er gott að búa á Akranesi.
Þrátt fyrir líkamlegar og andlegar þjáningar tókst mér í dag að kaupa nokkrar jólagjafir og jólaföt á krakkana. Restina ætla ég að kaupa í heimabyggð, enda alger óþarfi að leggja á sig slíkar kvalræðisferðir þegar hægt er að klára dæmið hér.
Saumaði nýtt fyrir eldhúsgluggana þegar ég kom heim. Svona JólaJóla. Kemur bara vel út.
Það eru komin nokkur skammdegisljós upp hjá mér. Í stóra stofuglugganum er svona grýlukertasería (sem hefur hangið þarna síðan á síðustu jólum ehemm...) og þegar ég setti hana í samband í gær þá logaði á örfáum perum. Ég fór því og byrgði mig upp af aukaperum og upphófust miklar tilraunir til að komast að því hvaða perur væru sprungnar. Ef það er óþolandi þegar ein pera er sprunginn og maður þarf að skipta um þær allar til að komast að því hver sú sprungna er... þá vandast málið heldur betur þegar sprungnu perurnar eru fleiri. Ég var að verða vitlaus hérna í gær en þetta er næstum því komið. Bara þrjár "grýlukerta"lengjur sem ekki logar ennþá á. Þær bíða bara eftir Tóta.
Talandi um hann, hann er ekki enn kominn. Ég skelli bara í lás á miðnætti hahaha!
Jæja, farin að reyna að læra eitthvað, þetta gengur ekki lengur.
túrilú
2 ummæli:
Hahahaha.... þetta er eitt af því leiðinlegasta ever að finna út hvaða perur eru sprungnar og hvað þá í svona grýlukertaseríu. Ég öfunda þig sko ekki!!!
En greyið Tóti... bara læstur úti og engin Bogga við hafið að kalla nafnið hans... hahaha...
Bogga mín þetta með sjómannslífið og fjarverur,, hættu að slíta á þér raddböndunum,, hugsaðu bara shitt happens og svo lagast þetta vonandi einhvertíma.. Annars fannst mér þetta mjög kómískt og sá Tóta standa einhverstaðar á annari strönd gólandi BOOOOOOOGGGGGGAAAAA með þennan smíðahund með sér sem mundi haldatóninum fyrir hann um ókomna tíða eða þangað til hann væri sleginn í hausinn með hamri. Já hemm speki dagsins semsagt komin fram.
kiss og knús hakka til að fá börnin ykkar á fimmtudag, það verður stuð á Hamingjuvöllum.
Dröfn
Skrifa ummæli