föstudagur, 2. nóvember 2007

Miss Fitness 2012

Já, það er aldeilis búið að vera mikið í fréttum þessa vikuna:

  • meint verðsamráð og svindl gagnvart neytendum
  • Vítisenglar í haldi í Leifsstöð
  • Framhaldsserían um REI og Geysir Green málið
  • Stýrivextir hækkaðir

En ég veit að hingað kemur enginn til að fá slíkar fréttir, nóg er af þeim á öðrum miðlum!
Neibb, hér verða sagðar alvöru fréttir sem alla þyrstir í að fá.
Og af nógu er að taka í þeim efnum.

Það sem ber einna hæst er að Frú Björg er búin að kaupa sér árskort í þrek!
Neibb, þetta er ekki prentvilla. Ég steig síðast inn í líkamsræktarsal árið 2000 (!) og síðan þá hef ég látið allt milli himins og jarðar stöðva mig í því að láta sjá mig þar aftur. Nú duga engar afsakanir lengur, mín er búin að fjárfesta í íþróttaskóm, árskortið komið á sinn stað og ég á stefnumót í þreksalnum í fyrramálið :)
Ekki seinna vænna, maður er nú að nálgast fertugsaldurinn (ehemm) og æskuljóminn hefur ekki lengur roð við þyngdaraflinu. Ein spurning, veit einhver hvar Bingóið er á líkamanum?

Það kannast nú margir við það að þegar maður ætlar t.d. að hætta að reykja, þá segir maður sem flestum frá því svo það sé svoldill þrýstingur á mann að halda bindindið út. Nú er ég að gera það sama með þetta þrek-dæmi, hér með er það tilkynnt að ég er orðinn líkamsræktarkona og hana nú! Eða...ég mæti alla vega á morgun.Vona bara að ég endi ekki eins og þessi hér:Kannski frekar eins og þessi!!! Ekkert smá æðakerfi á manneskjunni!

Kannski maður setji Fitness-keppni á 5 ára planið?
Nei, verum nú bara róleg og missum okkur ekki alveg í framtíðaráætlunum, er ekki best að byrja á því að mæta á morgun bara, það er ágætt í bili :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúleg ertu frú Björg!
Gangi þér vel...!
Kv.Kristín :)

Nafnlaus sagði...

Ohhh djöfullinn nú þarf ég að vakna snemma til að koma´henni fram úr :-(

Kv Tóti

Nafnlaus sagði...

Mér líst nú bara helv... vel á þig góða mín :o) Passaðu þig bara á að fá ekki svona "blóma/vöðva kraga" um hálsinn eins og karlinn á myndinni. Ætli hann geti virkilega hreyft sig mikið??? Hvaða fatastærð ætli hann noti?? Æii.. ég vorkenni honum, ef hann hættir að lyfta lafir allt skinnið bara utaná honum eins og á offitufólki sem grennist.