föstudagur, 9. nóvember 2007

Ahhhh, föstudagur og helgi framundan.
Ég er ekki frá því að föstudagar séu uppáhaldsdagarnir mínir því þá er allt helgarfríið eftir og ekki er það slæmt!

Þetta er búin að vera fínasta vika. Kórinn var með tónleika á miðvikudagskvöld sem tókust hrikalega vel. Ég meina það, áhorfendur réðu sér vart fyrir kæti þegar við stigum tignarlega á stokk og allt ætlaði um koll að keyra í fagnaðarlátum þegar við létum af söngnum....kannski aðeins fært í stílinn hjá mér en svona var þetta samt nokkurn veginn! Ég skemmti mér alla vega rosalega vel og til þess er nú leikurinn gerður ekki satt?

Við vorum að koma úr sundi. Það var bekkjarpartý í Bjarnarlaug hjá bekknum hans Björgvins, diskóljós og tónlist og allur pakkinn. Það var fínt og bónusinn er sá að mér sýnast litlu kvikindin ætli að fara snemma í háttinn í kvöld, þau virðast gersamlega yfirbuguð af þreytu (yesssss)

(Ég vil taka það fram að þegar ég kalla börnin mín kvikindi, þá meina ég það auðvitað á hinn besta mögulega hátt. Kvikindi þýðir náttúrulega eitthvað sem er kvikt, eitthvað sem hreyfist. Ef einhver leggur aðra merkingu í orðið þá er ekki við mig að sakast...)

Helgarplanið er á rólegri nótunum, Tóti er að vinna svo ég ætla að finna mér einhvers staðar frið til að læra. Spurning um að níðast á móður minni enn eina ferðina...

Nú og svo er ég að fara í smá verslunarferð í leiðinni. Jú, mamman er loksins að fara að eignast Kitchen Aid hrærivél. Mér finnst hrikalega gaman að baka og elda, eða mér fannst það alla vega. Ég er bara komin með leið á því. Ástæðuna tel ég vera þá að stórvirkasta vinnutækið mitt í þessum efnum er smávegis handþeytari sem ég keypti í Sjónvarpsmarkaðnum hér um árið. Hann er alveg búinn að gera sitt greyið, en það er bara svo hrikalega leiðinlegt að baka köku með handþeytara. Þar sem allsvakaleg kökuvertíð er framundan og ég á bæði inneign hjá Unik og í Smáralindinni þá ætlar mín að sækja eina Kithen Aid á morgun, nánast fríkeypis! Vei, ég get nú ekki annað sagt en að ég hlakki til að prufukeyra tryllitækið!!

Nóg í bili,
túrilú

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh mig langar í Kitchen-Aid! Allir sem gifta sig fá Kitcenaid, þetta er alveg spurning um að fara að hugsa sinn gang, svei mér þá! ;)

Góða skemmtun í lærdómnum mín kæra! Þú ert endalaust dugleg :) *knúúús*

Björg sagði...

Ertu að segja satt? Tjah, þá hef ég verið laglega svikin við giftinguna!!

Knús á móti,
Bogga

Unknown sagði...

Hemm,, ég er búin að vera gift í 10 ár og á ekki kitcchen- aid, þetta er að verða spurning um að endurnýja heitin??????
Eða fara í Bilka og fá sér eina vél??
Annars baka ég ekki en Bogga ég kem þá bara í kaffi til þín og svo get ég líka sent þér dalla til að setja smákökurna í sem þú ætlar að senda mér fyrir jólin :-)

Björg sagði...

Alveg furðulegt Dröfn mín að þú getur framreitt himneskar máltíðir án þess að blása úr nös, en svo bakar þú ekki?

Vantar þig ekki bara Kitchen Aid? ;)

Hver veit nema þú fáir smákökur með smink-sendingunni :-D

Nafnlaus sagði...

Ég er ein af þeim sem fékk kitchen aid í brúðkaupsgjöf.....og með henni fengum við hjónin stóra frystikistu...þannig ég tók því þannig að ég ætti að vera dugleg að baka og fylla kistuna fyrir jól og afmæli...hef náð því takmarki næstum :-/

En þetta er stórmagnað tæki og verður sko besti vinur manns í eldhúsinu....þreytir, hrærir og hnoðar....yndislegt....
Til hamingju Bogga mín með vélina þína....ég kem við í smáköku smakk þegar þú ert búinn að prufu keyra vélina...

Kveðja Dísin