föstudagur, 23. nóvember 2007

bojnk-voff

Þessa vikuna hef ég verið grasekkja.

Sú var tíðin að ég var oftast í því hlutverki með hléum þegar sjómaðurinn kom heim. Gott að það er búið. Nú er karlinn kominn í land.... en búinn að vera úti á landi að vinna síðan á mánudag.

Þannig að ég hef reytt hár mitt og grenjað alla vikuna. Er svo útbíuð í hori og slefi að ég sé varla á skjáinn. Á næturnar vakna ég og get ekki sofið, geng fram á klettana hér fyrir aftan hús, vef um mig rúmteppinu í nístandi frostinu, horfi út í sorta hafsins og öskra svo hátt að mig verkjar í lungun: Tótiiiii... Tóóóótiiiii

Eða nálægt þessu allavega. Hann kemur nú heim á morgun svo ég ætti að koma til sjálfrar mín fljótlega.

Hann er að smíða eitthvað þak á sumarbústað fyrir norðan. Sagði mér eitt bilað fyndið um daginn. Ég flissa alltaf inni í mér þegar ég hugsa um þetta. Á bænum er sem sagt hundur sem ekki er óalgengt í sveitinni. En þessi hundur hann geltir í hvert skipti sem hann heyrir hamarshögg....

Ókei, þarna eru þrír eða fjórir smiðir uppi á þaki að negla....allan daginn.... í sex daga... hljómar einhvern vegin svona: bojnk-voff, bojnk-voff, bojnk-voff, bojnk-voff, bojnk-voff, bojnk-voff, bojnk-voff..... vonandi eru þeir með svona steriophones á hausnum :)

5 ummæli:

Ingvar sagði...

Ert þú Cathy sem kallar á Heathcliff sinn, eða "The French Lieutenant's Woman"?

Nafnlaus sagði...

Falleg lýsing hjá þér. Ég sé þig fyrir mér eins og í rómantískri bíómynd sem gerist á fornöld. Þú með uppsett hárið, í pífðum kjól, með rós í hendinni og kallar á eftir ástinni þinni :o)

En snilldar hundur. Ef þetta væri tekið uppá video og sent í American funniest homevideo þá myndi það örugglega vinna 10.000 dollara!!! (Btw. Ég er alltaf að horfa á AFV!!! Það er með því skársta í sjónvarpinu hér!!)

Knús..

Nafnlaus sagði...

Frábær lýsing og ertu yndislegur penni. Gott að Tóti þinn er kominn heim í dag :-)
Alltaf svo gott að sjá hvort annað eftir smá break. Ekki það að þið hafið verið að taka BREAK eins og maður sér í amerískri bíómynd.
" ÆIII ég þarf bara smá space og tíma til að hugsa"
hahha guð hvað ég er fegin að vera ekki Ameríkani ;)

Nafnlaus sagði...

Bogga mín
Þetta var ég þessi nafnlausi
Rakel

Nafnlaus sagði...

Þetta var eins og lesa rómatíska skáldsögu.....svo fallegt....

Á ekki bara að fara skrifa rómó sögu????

Þú ert svo góður penni....ég samt allveg viss um að þú hafi saknað Tóta þíns....gott að heyra að hann sé að koma heim til þín ;-)