laugardagur, 17. nóvember 2007

ókei, örlar á áhuga fyrir heimilstækjum hjá lesendum?

Nenni nú ekki að eyða dýrmætu síðuplássi í þvottavélamas svo hér er stutta útgáfan:

átti bilaða þvottavél - Tóti gerði við - hún bilaði aftur - keypti nýja vél - hún var biluð - sölumaðurinn mætti á svæðið - hún vildi barasta ekkert vera biluð fyrir framan hann - nýja vélin aftur biluð - fékk nýja vél sem lofar góðu

Vonandi þarf ekkert að ræða þetta mál meira :)Er ekki í bloggskapi, langar samt að segja frá einu sem datt út úr Sólinni í gær.
Við vorum eitthvað að ræða veikindi við matarborðið í gærkvöldi og ég segi í gríni við Sólina: Veistu, þegar ég var lítil þá fékk ég bæði ælupest og gubbupest í einu.
Sólin gapti af einskærrri undrun yfir þessari furðu. Spurði svo eftir smá umhugsun: Og þurftir þú þá að hafa tvær skálar?

Ein afmæliskveðja í lokin:
Mín kæra systir Helga á afmæli í dag! Innilega til hamingju með daginn :-*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ mín kæra.

Vildi bara kasta á þig kveðju :o)

Var að koma af tónleikum í Flensborg með Bubba. Rosa fínir tónleikar hjá karlinum. Og allt morandi í íslendingum haha... m.a. blindfullt pakk sem skyggði svolítið á :o/ Voru frekar fyrirferðamikil og dónaleg.

Ég sakna þín endalaust og hugsa til þín á hverjum degi :o)
Vona svo innilega að við hittumst fyrir næsta sumar :o/ mér finnst svo langt þangað til.

Knús og kremjur...

HelgaB sagði...

Takk fyrir kveðjuna systa mín, gaman að fá sess á síðunni :)