sunnudagur, 25. nóvember 2007

Raunir aðþrengdrar eiginkonu

Ég er vön því að redda mér, gera bara hlutina sjálf.

Þess vegna dreif ég mig í drullugallann í síðustu viku þegar óhemju vond lykt gaus upp inni á baðherbergi. Grasekkjan ég var búin að útiloka óhreinatauskörfuna með því að taka hana út af baðinu, en fnykurinn hvarf ekki við það.


Þannig að ég fór niður á fjórar, með latexhanska á höndunum, plast undir mér og vasaljós í hönd. Reif sökkulinn af baðinnréttingunni og kafaði upp að olnbogum (ath. ath. vestfirskar ýkjur ) í niðurfall sem þar er staðsett. Þreifaði mig í gegnum bunka af hárhnyklum og grænan slímkenndan viðbjóð sem ég kann ekki nánari skýringar á. Hreinsaði vatnslásinn og skrúbbaði græna gumsið af yfirfallinu. Lyktin var slæm en ég var ánægð með útkomuna. Handviss um að hafa komist fyrir áframhaldandi fnyk gekk ég frá eftir mig og fór sátt í háttinn.

Næsta morgun var lyktin komin aftur, verri en nokkru sinni fyrr. Svona úldin skólpkennd fýla sem sveið nefið við hvern andardrátt. Ég var ákveðin í því að hætta ekki lífi mínu og limum frekar í þessu stríði og hafði bara lokað inn á bað og gluggann galopinn. Meðan þess var beðið að húsbóndi heimilisins sneri heim úr útlegð héldum við hin bara niðri í okkur andanum meðan tennur voru kraftburstaðar og allra nauðsynlegustu athöfnum sinnt þarna inni.

Svo birtist handlagni heimilsfaðirinn. Sá sem allt getur og kann.

Hann skundaði inn á bað.... (viðkvæmum er bent á að lesa ekki lengra...)

... og teygði hönd sína upp í gegnum loftadós sem staðsett er fyrir miðju baðherbergisloftinu. Hann rámaði nefnilega í að hafa sett músagildru þangað fyrir þónokkuð löngu síðan!!! Tvennt var greinilegt: gildran hafði skilað ágætis árangri og það fyrir lööööööngu síðan.

Ég sver það, mér sýndist drjúpa úr vel kæstu hræinu þegar hann hljóp með gildruna í gegnum húsið og út.

Ilmkertið fær að loga í nótt ef ég fæ að ráða.

Góða nótt kæra fólk, vonandi sofið þið rótt múhahahahaha!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ojjjjjjjjjjjjjjjjjj barararara....

Greyið litla ....

En vá hvað þú ert dugleg....bara farið að þrífa ....sé þig alveg fyrir mér í þessum fína galla ha ha ha ha...

En gott að lyktin sé farin.....
Fer nú að koma og skoða jóla jóla gardínurnar ....

Jólakv. frá jólahúsinu á Vallholtinu (held að það við séum eina húsið sem er búið að skreyta)

Tóti sagði...

Djöfullinn, þá er bara að reyna að rifja upp hvar ég skildi hinar 6 gildrurnar eftir??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Nafnlaus sagði...

Hahaha... leitið eða þefið... og þér munuð finna!!!

Ojjj.. frekar ógeðslegt. En nú er allavega hræið horfið OG niðurfallið orðið tandurhreint :o)

Knús..

Nafnlaus sagði...

Oj bara, satt hjá þér Bogga, þetta er ekki fyrir viðkvæma! Ég hefði sko ráðið mér mann í þetta...ahaha.

Þessi frásögn fór alveg inn að beini hjá mér...