mánudagur, 12. nóvember 2007


Þvottavélin mín er komin í lag!
Þetta leit ekki vel út á laugardagskvöld þegar ég ætlaði að hengja upp úr vélinni og ... þvotturinn var þurr. Við reyndum aftur en allt kom fyrir ekki neitt, þvottavélin tók ekkert vatn inn á sig og þvotturinn því jafn þurr og áður en honum var troðið í vélina.

Tóta datt í hug það snjallræði að opna bara Þurrhreinsun....

Ég var nú frekar á því að kaupa nýja vél. Ekkert verður nú úr því, þar sem Tóti fann áðan einhvern vír inni í henni sem var ekki í sambandi, tengdi hann ... og nú verður þvotturinn minn svo blautur og hreinn að draumar okkar um annað hvort Þurrhreinsun eða nýja þvottavél urðu að engu á augabragði.

Helgin var fín. Fór í bæinn, borðaði mömmumat, keypti EldhúsHjálpina mína, lærði, borðaði aftur mömmumat, fór á flugeldasýningu og brennu, fór á tónleika... og nú er ég bara að tala um laugardaginn!
Sunnudagurinn fór í löngu tímabær þrif á kofaskriflinu, fengum góða gesti og svo fékk ég að setja í eina vél hjá Dísu því það verður að þvo þvotta á þessu heimili þótt þvottavélin bili :-/
Æ, sorry, þetta átti ekki að verða upptalning, mér sem finnst upptalningar svo leiðinlegar...

EldhúsHjálpin er snilld. Áðan bakaði ég smákökur Á MEÐAN ég eldaði kvöldmatinn! Ekki gat ég það með handþeytaranum. Þannig að nú er ein sort komin á sinn stað. Ég spái því að líftíminn verði sólarhringur, þá verði kökurnar búnar!

Nóg í bili, ætla að bíða eftir þvottavélinni og fara svo snemma í háttinn. Alveg búin á því eftir ræktina skoh...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æji ..er það ekki bara gott að gamla vélin komst í lag. Ekki beint skemmtilegt að fara kaupa nýja vél svona rétt fyrir jól...fullt að öðru sem þarf að huga að. En ég fer ekki ofan af því að þvottavélin varð abbó út í kitcen aid vélina og ákvað að stríða þér....ha ha ha ha ....
Sjáumst fljótlega Kveðja þvottahús Dísu

Nafnlaus sagði...

Ætli þetta sé ekki rétt hjá þér. Þvottavélin hefur orðið svo rosalega abbó að nú er hún biluð aftur!!!

Nafnlaus sagði...

Æææ.. bara ástand á heimilinu :o/
En til hamingju með eldhúshjálpina, ekkert smá dugleg, bara byrjuð á jólabakstrinum. Ég held ég þurfi nú að fara taka ykkur Dísu til fyrirmyndar. Hér á bæ eru bara keyptar Peber nødder og allir rosa ánægðir með það :o)hehe..

En vonandi reddast þvottavélin aftur, ferlegt að þurfa að kaupa nýja á þessum tíma árs.

Knús...

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, bara að kvitta fyrir "kíkið", alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt.
Ég mæli með nýrri þvottavél...fékk mér nýja fyrir stuttu. Þvílíkur draumur. Kemst meira í hana og þvær 100 sinnum betur. Emilía átti teppi sem ég hélt að væri brúngrátt á litinn en kom svona líka fagurbleikt út úr vélinni.

Hulda Sævard.

Unknown sagði...

Kræst Bogga, ég verð bara lúinn á því að sjá hvað þú kemur miklu í verk. Gott væri að þú lánaðir mér þennan minnislykil sem þú notar þegar þú ert að læra og stingur svo í eyrað þegar þú ferð í próf. ÉG GET SKO BORGAÐ!!!!!( námslán skiluru)

Til lukku með græjurnar.

KV DRÖFN

Nafnlaus sagði...

ahahah! Hulda þú ert ágæt...brúngrátt teppi, já já fínasta fínt alveg!!!
En Bogga duglega!!! Leiðinlegt að heyra með þvottavélina, mín bilaði einmitt um daginn og var biluð í tvær vikur!!! Það var ekki gaman, og meira að segja var ekki gaman þegar hún komst í lag á ný...því þá biðu mín fjórir stútfullir ruslapokar af þvotti!!!
Þú verður orðin alveg helmössuð þegar ég hitti þig næst af allri þessari ræktun! ;)
*knúúús*