Ái, hvað ég vaknaði með miklar harðsperrur í morgun!
Reyndar byrjaði ég að finna fyrir þeim í gærkvöldi, þá komu Steinunn og Jón yfir og þar sem við sitjum yfir dvd-mynd fer ég að ókyrrast mjög... stífna upp í herðunum og fannst virkilega óþægilegt að sitja kyrr, haha!
Í tilefni af harðsperrunum fannst mér kjörið að fara bara aftur í ræktina í morgun, ójá! Þetta skiptið gekk miklu betur, gerði mig held ég ekkert að fífli í tækjunum eða neitt.
Fyrir utan brjálaða heilsurækt er búið að vera nóg annað að gera um helgina. Tóti er búinn að vera í skólanum alla helgina svo ég fór með krakkana á leiksýningu í gær eftir íþróttaskóla Sólarinnar. Við fórum að sjá Langafi Prakkari í Tónbergi. Þau skemmtu sér vel, en mér fannst nú ekki eins gaman. Einhver gutti í sætinu fyrir aftan mig sparkaði í sætisbakið hjá mér ALLAN tímann, þótt ég væri búin að snúa mér við og biðja hann að hætta þessu.
Ég fékk símaat um daginn! Jiii, hvað maður man eftir þeim. Símaat er náttúrulega ekkert fyndið þegar það beinist gegn manni sjálfum og þessir krakkar voru greinilega algerir viðvaningar í þessari algengu barnaskemmtan.
Í fyrsta lagi sögðu þau ekki neitt fyndið, sögðu raunar ekki neitt svo ég skellti bara á af leiðindum yfir þessu ófrumlega símaati.
Í öðru lagi er ég, eins og nánast allir aðrir, með númerabirti á símanum... og símaatarinn ekki með númeraleynd...hversu snjallt er það?
Ég fór því bara á ja.is, eftir annað símtalið, og fann eiganda númersins, einhver saklaus hjón sem voru skráð fyrir símanúmerinu. Í þriðja skipti sem hringt var þá spurði ég náttúrulega bara "Er Sonja heima?" Símaatarinn skellti snarlega á mig :)
Ekki lét ég mér það nægja og hringdi barasta beina leið aftur í þetta símanúmer, símaatarinn svaraði og skellti á mig þegar ég spurði aftur eftir Sonju! Auðvitað hringdi ég strax aftur og eftir nokkrar hringingar svarar húsbóndinn á heimilinu. Eftir að hafa fengið að heyra söguna sagðist hann ætla að tala við unga dóttur sína út af þessu og baðst barasta afsökunar. Síminn hjá mér hringdi ekki aftur það kvöldið :)
Jæja, farin að elda matinn. Lambalæri á matseðlinum í kvöld hér á bæ *slúrp*
5 ummæli:
Hahaha... gott hjá þér þetta með símaatið ;o)
En fannst þér ekki bara gott að finna fyrir harðsperrum? Vitandi það að þú hafir greinilega tekið á í salnum :o)
Og ummm.. íslenskt lambalæri... ég á eitt í frystinum... er að spara það :o) Borðuðum reyndar íslenska lambabóga um daginn, ummm... það var hrikalega gott.
Gangi þér áfram vel í ræktinni.
Saknaðarkveðja.
Kræst Bogga ekki sleppa sér í þessu ræktardæmi,, eða kanski er þetta bara öfund að drífa sig. En ég veit að þú hefur ekki svona mikið úrval af strætóum til að elta eins og ég.
MMMM lambalæri,,
Kveðja Döbba og co
Jú Ágústa, ég er bara helsátt við harðsperrurnar þótt þær séu vondar, ég hef þá eitthvað gert rétt þegar ég ráfaði þarna umkomulaus á milli tækjanna í tækjasalnum!
Döbba mín, ég gæti nú svosem tekið þig mér til fyrirmyndar og hlaupið uppi þennan strætó sem rúntar hér um bæinn í staðinn fyrir ræktina. Veðrið hefur bara eitthvað verið að stoppa mig í því!
Kveðja úr rokrassgatinu og rigningarsuddanum :þ
Neeeeiii... þó ekki að hringja til baka Björg?!?
Hahah...greyið símaatarinn að hafa akkurat ákveðið að gera at í þér ;)
*knús*
Hí hí hí.....símaat...humm mann gerði eitthvað af því þegar maður var yngri....munið hvað manni fannst það fyndið...''Er Bolli heima???''
Harðsperrur....man ekki hvernig þær eru...ha ha ha ha... en dáist af þér Bogga mín að vera svona dugleg. GO GIRL!!!!
Skrifa ummæli