Í fyrsta lagi á ég nefnilega bágt með að labba rólega. Ég er svoddan krakki í mér að þegar ég er á ferðinni, labba út í búð eða heim
Í annan stað er ástandið á mér þannig að þótt ég sé nú orðin fullra 35 ára þá iða ég ennþá í skinninu þegar ég á von á pakka. Ég elska að fá pakka! Spennan og æsingurinn er þvílíkur að ég get mig vart hamið. Eins og krakki á jólunum. Þess vegna panta ég
Þriðja atriðið sem mig langar að nefna, köllum það C, er frekar í vandræðalegu deildinni. Það hefur í gegnum tíðina truflað mig talsvert þótt ég reyni að láta lítið fyrir því fara og komast hjá aðstæðum þar sem þetta getur gerst. T.d. reyni ég að fara ekki á pósthúsið þegar það er rok, því uppi á Smiðjuvöllum þar sem pósthúsið er verður sko ROK þegar hvessir aðeins. Og þegar hvessir þá gerist það, ég tek andköf og allt lokast, ég get ekki andað. Þarf að snúa mér undan eða komast inn einhvers staðar. Enginn sem telur 1, 2, 3 fyrir mig eða neitt. Fyrirvaralaust kviknar á þessu ungbarnaviðbragði sem eldist víst almennt af fólki á fyrstu árum ævinnar, en ég bý einhverra hluta vegna ennþá yfir. Vita gagnslaus eiginleiki náttúrulega, nema ef keppt væri í ungbarnasundi fyrir 35+, þá yrði ég náttúrulega beðin um að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum. Ég bíð spennt eftir símtalinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli