miðvikudagur, 16. apríl 2008

Vá!

Hefur nokkurn tímann liðið svona langt á milli hjá mér?
Mér þykir leitt að hryggja dygga lesendur með því að það er a.m.k. mánuður í fullkomna endurkomu mína hingað, sorry!
Hér er allt á bólakafi í lærdómi og vinnu á milli þess sem ég reyni að sýna börnunum og Tóta áhuga eins og hægt er. Allt tekur þó enda og ég tel niður dagana núna. 15. maí skila ég síðasta verkefninu og þá verður svona come-back hérna!

Um síðustu helgi tók ég reyndar frí frá bókunum (...eða tölvunni reyndar) af því ég var hreinlega komin með nóg. Það má nú vera gaman líka!
Fyrir utan það að þrífa húsið hátt og lágt og setja í nokkrar vélar (ég veit, rosa gaman...) þá fór ég á smá djamm á laugardagskvöld.
Ágústa Baunalandsbúi birtist hér öllum að óvörum .... eða mér a.m.k.! Það var því hittingur á laugardagskvöld og auðvitað smelltum við okkur á Mörkina á eftir og tjúttuðum þar til lokaði. Bara gaman.

*geisp*

Ætla að gera eitthvað af viti áður en ég halla mér.
Set hér inn auglýsingu að tónleikum aldarinnar, allir að mæta!