miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Þórhildur Nótt

Í júní síðastliðnum greindist Þórhildur Nótt Mýrdal, dóttir Steinunnar Bjargar Gunnarsdóttur og Jóns Gunnars Mýrdal með sjúkdóm er kallast Spinal Muscular Atrophy eða SMA (vista).

Til eru 4 flokkar af þessum sjúkdómi og er Þórhildur með flokk 1 sem er jafnframt sá hættulegasti. Hún þarf á bæði lyfjagjöf og sérfræðiþjónustu að halda svo ekki sé minnst á tækjabúnað. Þetta kostar allt peninga og mikla umönnun beggja foreldra sem munu væntanlega þurfa að vera töluvert frá vinnu.

Viljum við því biðja alla sem eru aflögufærir að styrkja hana og fjölskyldu hennar með frjálsum fjárframlögum.

Söfnunarreikningur Þórhildar er: 1118-05-250052 kt: 120856-7589

Munum svo að margt smátt gerir eitt stórt.


Viljið þið vera svo væn að copy/paste þennan texta yfir á ykkar bloggsíðu svo að þetta berist sem flestum.
Frekari upplýsingar um sjúkdóminn: http://www.fsma.ci.is/


laugardagur, 14. júní 2008

Bloggfrí

Það er nú ekkert eðlilegt með þessa bloggleti mína.
Mér finnst ég bara ekkert geta skrifað hérna. Þó er ekki eins og ekkert fréttnæmt gerist í mínu lífi, eins og er finn ég bara ekki þessa þörf fyrir að skrifa það hér.
Er þetta líka ekki bara hroki og hégómi að ímynda sér að aðrir hafi gott og gaman af því að lesa orðin mín?

Ég hef verið bloggari með hléum síðan 2002. Bloggað samfellt síðan sumarið 2005 á ýmsum vefsetrum og finn að nú er komið gott í bili.
Því blæs ég til blogghlés þar til andinn kemur yfir mig á ný.
Skjáumst síðar,
Bogga


Blogged with the Flock Browser

föstudagur, 30. maí 2008

Kjánahrollur

Íslenskar hamfarafréttir finnst mér oft svo kjánalegar.

Það er ekki langt síðan fréttatímar voru undirlagðir fréttum frá Kína, þar hrundu heilu skólarnir og ekki vitað um afdrif þúsunda barna. Foreldrar grétu, börn grétu og heimurinn fylgdist með í angist.

Á Íslandi ríður jarðskjálfti yfir og bókahillur falla til gólfs. 28 manns leita sér læknisaðstoðar og börnin verða hrædd. Auðvitað hræðilegt allt saman.
Samt tekst fréttamönnum ekki almennilega að koma hörmungunum til skila og útkoman er... tja, kjánaleg.

Í gærkvöldi mátti sjá viðtal við mann sem lá á sjúkrabörum með plástur á stórutá vinstri fótar, langt viðtal í æsifréttastíl sem hrærði mig ekki. Í alvöru, stóratá?? Plíííís.
Einnig mátti sjá viðtal við móður og barn sem urðu viðskila í jarðskjálftanum, hann lokaðist inni í húsi en hún var fyrir utan. Auðvitað alveg hræðilegt en fréttaflutningurinn eyðilagði allt, fréttamaðurinn beygði sig niður að barninu og pressaði á það, kom við kaunin, þar til það brast í grát og hjúfraði sig að móður sinni. Fréttamaðurinn var örugglega ánægður, tár selja nefnilega.

Kjánalegt.

Sumum finnst þetta hér ekki vitund kjánalegt heldur alveg hræðilegt... af hverju var ekki meira gert úr þessu?

Besta sagan fannst mér af manninum sem var að keyra í bíl sínum í Grímsnesinu þegar skjálftinn reið yfir. Hann hélt það væri sprungið og stoppaði úti í kanti. Steig út úr bílnum til að kíkja á dekkið og sá þá að allir hinir bílstjórarnir höfðu líka stoppað í sama tilgangi... var sprungið hjá öllum í einu?
Mér finnst svooo fyndið að hugsa til þessara sekúndna sem maðurinn hefur hugsað: "hei skrýtið, er sprungið hjá þessum líka?...og þessum?...oooog þess....aaaaaaaa ókei, ég skil"

Bara fyndið!

Blogged with the Flock Browser

fimmtudagur, 29. maí 2008

laugardagur, 24. maí 2008

Ojæja

Ekki unnum við þetta árið! Það skrifast þó ekki á flytjendurna því þau stóðu sig alveg 100%, voru alveg ótrúlega flott á sviðinu.
Danir voru samt alveg að fatta þetta og gáfu okkur 12 stig, mig grunar nú að nokkur atkvæði hafi komið frá öllum Íslendingunum í Baunalandi sem sátu sveittir við símann að kjósa! (ehaggí?).
Fjórtánda sætið er annars bara ágætt.
Sænska botox-drottningin hlýtur að vera brjáluð núna, hún átti allt eins von á því að vinna held ég en lenti samt fyrir neðan okkur!

Nú er komin vika síðan ég kláraði síðustu verkefnin. Þetta er búin að vera skrýtin vika, hálf svona tómleg...
Hvað í ósköpunum á ég að gera núna? Enginn skóli, engin verkefni, ekki neitt! Verð að finna mér eitthvað til dundurs og vonandi verða málningarpenslarnir fyrir valinu, þessu húsi mínu veitir ekki af nokkrum umferðum "hér og þar".
Annars er Tóti búinn að vera duglegur, þvottahúsið mitt er að verða fínt: nýflísalagt og ný innrétting. Svo skelltum við okkur í Ikea í dag og keyptum innréttingu í búrið og það verður aldeilis munur.

Tóti er líka hetja dagsins. Hann var að útskrifast með sveinspróf og stóð sig með prýði eins og vænta er af þvílíkum snillingi.

Blogged with the Flock Browser

föstudagur, 16. maí 2008

Hér er ég!

Jæja þá, kominn mánuður og maður verður jú að standa við orð sín.
Nú sé ég fyrir endann á þessari brjáluðu önn og ég ætla ALDREI að gera þetta aftur. Er búin að skrá mig í 5 einingar næsta haust og ætla mér að hafa það náðugt þá.
Þrátt fyrir miklar annir þá hefur þetta verið skemmtileg önn, sérstaklega þar sem ég er búin að prófa ósköpin öll af forritum, tólum og tækjum sem ég get nú notfært mér til hins ýtrasta.

Fyrr í vetur prófaði ég t.d. Second Life aðeins (í alvöru, stundum trúi ég ekki að ég sé í skóla, þetta er e-n veginn of skemmtilegt til þess...)

Ég byrjaði í einhvers konar æfingabúðum þar sem ég lærði að hreyfa mig, aka alls kyns farartækjum, fljúga og eiga samskipti við aðra. Þarna var fjöldinn allur af öðrum byrjendum sem fetuðu sín fyrstu skref þarna líkt og ég.

Það gekk allt saman rosalega vel, nema hvað fötin sem ég var í voru eitthvað svo bjánaleg, allt of efnislítil og hálfgegnsæ. Þannig að ég fór inn í "fataskápinn" og fletti í gegnum flíkurnar sem voru í boði. Ég týndi til skárri flíkur og klæddi mig úr til að hafa fataskipti. Það var fljótgert þar sem flíkurnar voru fáar og þunnar.

Ekki veit ég hvað gerðist svo, en áður en ég náði að klæða mig í nýju fötin var ég skyndilega komin út úr skápnum og stóð þarna kviknakin fyrir framan furðu lostna SL nýliða! Ég fann fyrir sýndar-blygðun og reyndi í ofboði að komast aftur inn í skáp. Áður en ég náði því birtist ungur maður við hlið mér og vildi endilega spjalla við mig. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað hann sagði en það var eitthvað á þessa leið: "mmmmmmmmmmmmmmmmhmmmmmmmm how are YOU doin´ "

Ég fór upp í File og Quit og yfirgaf þennan kjötmarkað í skyndi.


Allavega, nú á ég aðeins eftir að fínpússa nokkur verkefni og skila, þá verður þetta loksins búið og komið að máli málanna:
Sumarfríííí!!!
Jebb, það hefst eftir rúmar tvær vikur og þá hef ég einmitt pantað brjálaða sól og bilaða blíðu í stíl við súkkulaðibrúnt litarhaft :þ

En nú er ég farin að fínpússa,
túrílú
Blogged with the Flock Browser

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Vá!

Hefur nokkurn tímann liðið svona langt á milli hjá mér?
Mér þykir leitt að hryggja dygga lesendur með því að það er a.m.k. mánuður í fullkomna endurkomu mína hingað, sorry!
Hér er allt á bólakafi í lærdómi og vinnu á milli þess sem ég reyni að sýna börnunum og Tóta áhuga eins og hægt er. Allt tekur þó enda og ég tel niður dagana núna. 15. maí skila ég síðasta verkefninu og þá verður svona come-back hérna!

Um síðustu helgi tók ég reyndar frí frá bókunum (...eða tölvunni reyndar) af því ég var hreinlega komin með nóg. Það má nú vera gaman líka!
Fyrir utan það að þrífa húsið hátt og lágt og setja í nokkrar vélar (ég veit, rosa gaman...) þá fór ég á smá djamm á laugardagskvöld.
Ágústa Baunalandsbúi birtist hér öllum að óvörum .... eða mér a.m.k.! Það var því hittingur á laugardagskvöld og auðvitað smelltum við okkur á Mörkina á eftir og tjúttuðum þar til lokaði. Bara gaman.

*geisp*

Ætla að gera eitthvað af viti áður en ég halla mér.
Set hér inn auglýsingu að tónleikum aldarinnar, allir að mæta!

mánudagur, 24. mars 2008

Kvikmyndagerð með farsíma...

Sonur minn fagnaði sjálfstæði í páskafríinu sínu. Sá eini í fjölskyldunni sem fékk alvöru páskafrí og ekki annað í stöðunni en að skilja drenginn eftir heima á meðan við hin sinntum okkar vinnuskyldum.

Hann fékk því lykla og síma til yfirráða. Þessi sími var að rykfalla ofan í skúffu, ævaforn og ódýr. Hreinasta tækniundur í augum 7 ára drengs.

Nýjasta áhugamálið hjá drengnum er kvikmyndagerð með símanum. Hann er búinn að vera meira og minna úti allt páskafríið að taka upp myndir! Hér má sjá eina tilraun, takið eftir því þegar vinur hans reynir að henda grjóti í saklausan svaninn á meðan Björgvin dásamar fegurð dýrsins...

mánudagur, 17. mars 2008

Hér kemur eitt skólaverkefnið. Ætlaði nú að klippa saman videóbrot (eins og ég átti að gera í þessu verkefni) og fór því með fínu myndavélina mína af stað í videóupptökur. Neinei, svo er ekki hægt að nota þær upptökur! Því notaði ég bara ljósmyndir og fékk lánaða tónlist hjá honum Svabba. Assgoti ágætt bara.

Mig langar samt að prófa hitt, að klippa saman videóskot. Þannig að ef einhver velviljaður tölvunjörður gæti sagt mér hvernig maður kemur upptökum á formatinu .mov yfir á eitthvað sem MovieMaker getur lesið eins og t.d. .wmv eða eitthvað svoleiðis þá endilega láti sá hinn sami mig vita :)

Vesgú:

laugardagur, 15. mars 2008

Flock rúlar!

Ég hef verið þungt haldin af vafravalkvíða en nú loks hefur það vandamál loksins verið leyst.

Explorer er vinnuþjarkur, en gerir ekkert fyrir mig nema flytja mig á milli vefsíðna (afskaplega leiðinlegt og frumstætt).
Firefox er flottur, hægt að hafa endalausa hnappa frá Google á tólastikunni (eins og Blogger fyrir bloggið, Gmail fyrir póstinn), hann lætur mig vita um leið og ég fæ póst (mjööööög mikilvægt) beintengdur við Mindmeister með Geistesblitz íbót (fyrir hugarkortaaðdáanda eins og mig), eeeeeen hann er bara svo hrikalega þungur að tölvukrílið mitt gefur frá sér háa stunu þegar ég kveiki á honum :(
Þess vegna fór ég að nota Flock. Hann er súperléttur og meðfærilegur án þess að vera leiðinlegur eins og Explorerinn. Hægt að blogga á Blogger í gegnum hann, Facebook, Picasa, Photobucket, Flickr og YouTube prófílarnir sítengdir, hann vinnur hrikalega vel með RSS-ið og lætur mig vita á fagmannlegan hátt um leið og vinir mínir blogga. Það er m.a.s. Web Clipboard hérna. Við erum að tala um vafra troðfullan af WEB 2.0. tólum. Það eina sem mig vantaði var að fá að vita þegar ég fengi póst! Var það til of mikils ætlast?

Líklega ekki!

Í kvöld, með síðustu uppfærslu Flock, birtist pósturinn minn á tólastikunni. Þannig að nú er enginn vafravalkvíði lengur, Flock gerir allt sem ég vil að vafri geri fyrir mig svo hananú. Flock er það heillin :)

Langaði svo að deila þessu mjög svo áhugaverða efni :)
Blogged with the Flock Browser

sunnudagur, 9. mars 2008

Videóblogg?!?

Eins og þeir allra klókustu tóku eftir (!) þá er ég að spá í videóbloggi.
Nýtt æði sem eflaust á eftir að taka völdin í bloggheimum fyrr en varir.

Ég og vefmyndavélin mín eigum í nánu sambandi þessa vikurnar, ég er hvort eð er í daglegum útsendingum. Ef ég er ekki á netfundum, þá er ég að taka upp hljóð og mynd af mér og/eða skjánum mínum.
Allt í nafni náms og kennslu að sjálfsögðu.
Þannig að það er aldrei að vita nema smettið á mér birtist hér einn góðan veðurdag. Vúhú!

Talandi um góðan veðurdag! Einn slíkur rann upp í morgun, bjartur og fagur. Snjór yfir öllu og sólskin. Ég vaknaði við óhljóð í hekkklippum í næsta garði, það fær mitt hjarta alltaf til að slá aðeins hraðar! Þetta er s.s. allt að koma, við borðuðum kvöldmatinn m.a.s. í björtu í kvöld! Jahá, vorið er á næsta leiti :)
Það er ekki seinna vænna, því eins og venjulega er maður að niðurlotum kominn eftir langvarandi myrkur og vetrarvesöld.

Framundan er vor með tilheyrandi betri tíð og blómum í haga...og jafnvel videóbloggi, hver veit?!?

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Bílaraunir

Ég og Mr. Musso endurnýjuðum gömul kynni í vikunni. Það hýrnaði aldeilis yfir honum þegar hann komst að því að hans hlutverk væri að ferja okkur á milli staða á ný.

Jú, jú, við keyptum nýjan bíl um daginn sem átti að leysa gamla Bláma af hólmi en... var ég ekki búin að segja frá því hvað við erum rosalega óheppin þegar kemur að fjárfestingum?

Auðvitað keyptum við ekki bíl sem er í lagi. Onei. Hann er bilaður... bilaður og kostar jafnvel nokkuð hundruð þúsara að gera við hann!!! Það má ekki einu sinni keyra hann suður í viðgerð, hann þarf að fara á kerru. Drusla!
Sem betur fer þurfum við samt ábyggilega ekki að borga viðgerðina sjálf.


Vinurinn fékk frábæra hugmynd um daginn.
Hann stakk upp á því við mig að við myndum kaupa okkur utanlandsferð og vera í útlöndum 1. apríl. Og við áttum að fara til lands þar sem eru kviksyndi...
Ástæðan?
Jú, þetta var partur af meiriháttar plotti sem hann var búin að plana út í ystu æsar. Drengurinn ætlaði nefnilega að taka með sér kúrekahatt og snæri og kasta hattinum út í kviksyndi.
Svo myndi pabbi koma aðvífandi, sjá hattinn og hrópa: "Æ, æ, Björgin hefur sokkið í kviksyndi!!".
Þá ætlaði Vinurinn að stökkva fram og kalla: "Fyrsti apríl!!"
Hehe, frábært hugmyndaflug finnst mér :)

Jæja, það kemur ekkert af viti upp úr mér svo ég er hætt.

mánudagur, 25. febrúar 2008

Handlaginn heimilisfaðir

Oh, damn it.
Þetta sést ekki allt saman!
Ojæja, það er hægt að sjá heildarmyndina með því að smella á þumalmyndina hér fyrir neðan.Ég var s.s. að prófa að búa til comic strip á Pixton.com.
Ekki mikið erfiðara en Animoto.com þannig að Hörður... koma svo :)

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Sumarbústaðarferð

Við vorum að koma úr Húsafelli eftir ansi blauta afslöppunarhelgi.

Þessi ferð var dálítið klúður svona farangurlega séð. T.d. vorum við með brauð en ekkert smjör, osta en ekkert kex, hund en enga kúkapoka. Svosem ekkert alvarlegt.
Mér leist samt ekki á blikuna þegar úrbeinaða Einarsbúðarlærið var um það bil að verða tilbúið og ég ætlaði að hefja sósugerð... það eina sem ég hafði tekið með mér til sósugerðar var rjómi :s Ekkert krydd, enginn sósujafnari, enginn kjötkraftur...

Það vill sem betur fer til að ég er sósugerðarmeistari. Segi það og skrifa það.
Jebb, sósugerð er mér í blóð borin.

Ég ætla ekkert að ljóstra upp um aðfarirnar en með rjómann og skyndigert kjötsoð að vopni tókst mér að gera ansi ljóta, þunna, en undurbragðgóða sósu. Raunar ótrúlegt hvað hún var góð :)

Annars gerðum við lítið merkilegt í bústaðnum, lágum mestmegnis í leti og átum á okkur gat.

Nenni ekki að skrifa meir, framundan er lærdómsátak, kennsluáætlunargerð, æfingakennsla og fleira skemmtilegt og ég verð að byrja í kvöld :-s

Takk allir sem hugsuðu til mín á stórafmælinu, færðu mér gjafir, kveðjur, skilaboð, eða skeyti. Já, skeyti! Mér datt ekki í hug að það væri hægt lengur. Elska ykkur öll :o)

Þeim sem sendi DV mynd af mér hugsa ég hins vegar þegjandi þörfina...

föstudagur, 15. febrúar 2008

Afmælisbarn dagsins...

er ég!Þá er komið að því.
Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum kom ég í heiminn með lítilli fyrirhöfn móður minnar.
Stóri dagurinn runninn upp, ðe big þrí ów. Síðasti söludagur nálgast óðum.
Ekki það að ég hafi áhyggjur af því, ég er enn að bíða eftir því að verða fullorðin svo ég fái að vita hvað verður úr mér þegar ég verð stór...

Alla vega, ég vil óska sjálfri mér innilega til hamingju með daginn, lífið og tilveruna. Mér sýnist vera bjart framundan :)

Lifið heil :-*


miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Hvert fór þessi í innkaupaleiðangur?


Ertu ekki að grínast í mér?

Hús fullt af gulli...

Takið sérstakleg eftir því að í svefnherberginu eru ÞRJÁR kristalsljóstkrónur en í stofunni hanga rússaperur niður úr gullrósettunum....

Einstök fasteign þarna á ferðinni :s

Nei djók, ég er að læra... ekki að vafra um á netinu :)mánudagur, 11. febrúar 2008

Nýr torfærubíll :S

Sökum ófærðar og almennra leiðinda í veðri þá uppfærðum við fjölskyldubílinn um helgina.

Yepp, Mr. Musso hefur þjónað sínum tilgangi hingað til... og hans tilgangur er greinilega ekki sá að keyra um í hálku og snjó, svo mikið er víst. Ætti ég ekki að góðan nágranna sem mokaði mig og Mr. Musso upp úr innkeyrslunni einn snjóþungan morgun um miðja síðustu viku.... tja, þá væri ég kannski ekki hér heldur ennþá úti í bíl...

Okkur var því nóg boðið og í ofboði keyptum við einn undurfagran Pajero í gær (Silfurlitaðan Árný, silfurlitaðan :))
Ohhh, hvað ég er glöð að eiga bílalán á ný :)

Ég skil samt hvernig Mr. Musso líður, hann prýðir nú aukabílastæðið og er þar með orðinn aukahlutur í okkar lífi (snökt), fer ekki með í útilegur eða veiðiferðir (snörl), hann getur gleymt sjöttu Veiðivatnaferðinni sinni (sjúguppínös) ohhhhhvaðþettaeralltsamansorglegt

Er að hugsa um að sleppa því að persónugera nýja bílinn. Það gerir uppfærslur erfiðari. Sólin spurði samt í dag að því hvað bíllinn héti..
Ég er að hugsa málið...
Pajero...
...Peró
Pó!...
...Pæjó
....
__________________________________
Vinurinn var með pabba sínum inni í skúr um daginn þar sem þeir voru að smíða. Pabbinn hefur verið mikið í skúrnum undanfarið og eitthvað fannst Vininum pabbi sinn vera sóðalegur:
"Rosalega er mikið drasl hérna... veistu á hvað þetta minnir mig? Þetta minnir mig á herbergið mitt...
....eeeeða kannski ekki alveg..." !!!
(Og þá hefur nú verið miiiiiikið drasl í bílskúrnum ;))
__________________________________

Farin að sofa, ef e-r vill undurblíðan Musso sem vantar smá athygli og ný dekk þá má sá hinn sami hafa samband ;)

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Tapað fé?

Vinurinn missti tönn um helgina. Tannmissir er nú varla í frásögur færandi lengur hjá drengnum þar sem þetta var tönn nr. 4 sem þarna hvarf.
Já, ég segi hvarf.

Vinurinn fann nefnilega ekki tönnina og var því hálfsúr þegar hann vakti mömmuna árla sunnudagsmorguns og tilkynnti um hvarfið.

Eftir að hafa leitað um allt og velt þessu aðeins fyrir sér þá komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hlyti að hafa gleypt tönnina! Hann er búinn að vera aðeins kvefaður og er mikið að ræskja sig og sjúga upp í nefið þessa dagana. Þess vegna var hann alveg handviss um að hann hlyti að hafa sogið svo duglega upp í nefið þá um nóttina... að tönnin hafi hreinlega sogast með horinu niður í maga! Mjög fúlt því tanndísin borgar náttúrulega ekkert fyrir gleypta tönn...

Þetta náttúrulega býður upp á glens og grín af ýmsu tagi:
"passaðu þig að hún bíti þig ekki í rassinn á leiðinni út!" og svoleiðis.

Hehe, við erum fyndið fólk.

Þetta er ágæt saga finnst mér. Henni lýkur samt þannig að mamman var að búa um Vininn kvöldið eftir meint tannát, hristi sængina og þar lá tönnin. Vininum til mikillar gleði. Pabbi hans bauð honum 300-kall fyrir tönnina. Ekki séns. Undir koddann fór hún og Vinurinn varð 100-kalli ríkari daginn eftir.

Eða 200-kalli fátækari... Það fer svona eftir því hvernig á málin er litið.

Mig langar ekkert að skrifa nema smásögur af öðrum. Frá mér fáið þið ekkert.
Ég gæti náttúrulega bullað e-ð um skólann, æfingakennslu eða verkefnavinnu, en hvar er fjörið í því?
Þess vegna ætla ég ekkert að skrifa af mér fyrr en það færist fjör í mig.

mánudagur, 4. febrúar 2008

Algjört furðuverk

Yxi mér skegg myndi ég fara eins að og kjallinn þessa dagana og leyfa því baaaara að vera meðan það er svona hryllilega kalt. Sólinni fannst þetta alveg furðulegt fyrirbæri þar sem hún strauk pabba sínum um vel loðna kjammana í dag og virti frumskóginn fyrir sér. Klóraði aðeins í það, velti höfði hans til í lófa sínum og skoðaði vel.

Hrökk svo skyndilega við og setti upp hissasvipinn:
Pabbi! Skeggið er fast við hárið á þér!!!

Alltaf verður það furðulegra þetta líf :)

föstudagur, 1. febrúar 2008

Animoto.com

Þetta gerði ég á 5 mínútum á Animoto.com. Skoh, það er margt sem maður lærir í skólanum :)

laugardagur, 26. janúar 2008

Marengspælingar

Ég er á fullu í bakstri í dag. Fjölskylduafmæli á morgun.
Þar sem ég er að þeyta saman egg og sykur í marengs þá rifjaðist upp fyrir mér minnisbrot úr matreiðslunni í Holti.

Þegar hægt er að snúa marengsnum á hvolf án þess að hann detti úr skálinni, þá er hann tilbúinn.

Ég hef aldrei spáð í þessu áður, en liggur ekki beinast við að það er einungis hægt að gera þetta próf í eitt skipti á hverja hræru? Hvað ef hann er barasta ekki tilbúinn?

Vegna þessara vangaveltna er ég nú búin að betrumbæta þetta húsráð:

-Þegar hægt er að snúa marengsnum á hvolf án þess að hann detti úr skálinni, þá er hann annað hvort tilbúinn, eða þú þarft að byrja upp á nýtt!!

fimmtudagur, 24. janúar 2008

Operation desert storm pt. 2

Nýtt blogg?

Onei, bara nýtt skemmtiefni vegna gríðarlegrar eftirspurnar :)
Munið þið eftir því þegar þessi gaur kom í fréttunum í haust?

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Operation desert storm pt. 1

Vegna þess hversu frábæran húmor hann Elli hefur.....
...þá bara varð ég að smella þessu hingað inn!!!

Þetta er tóm snilld, ég varð að horfa á þetta tvisvar :)Svo fer örugglega að styttast í blogg hérna, bíðið bara :-*

miðvikudagur, 16. janúar 2008


Yndislegi, góði og fallegi prinsinn minn er 7 ára í dag!
Takk fyrir allar kveðjurnar og símtölin!

Hér var haldið heljarinnar partý í dag. 13 drengir á sykurflippi :)
Annars voru það helst foreldrar afmælisbarnsins sem voru með læti. Við áttum inniblys frá því á áramótum og af því að utan á pakkanum var mynd af þessum sömu blysum ofan á girnilegri tertu, þá var blysunum náttúrulega smellt á afmæliskökuna. Sjö stykkjum takk fyrir takk.

Þegar kveikt var á blysunum brutust út mikil fagnaðarlæti því þetta var mjög flott, því er ekki að neita. En kannski var ekki gert ráð fyrir því að kveikt væri á sjö stykkjum í einu í lokuðu rými!

Á meðan logarnir af blysunum lýstu upp loftið í stofunni og afmælisgestirnir sungu afmælissönginn fór nefnilega reykskynjarinn í gang!?! "Syngið hærra, syngið hærra" æpti ég til að yfirgnæfa vælið. Og þeir sungu, þessar elskur. Héldu fyrir eyrun og sungu hástöfum þar til þeir urðu rauðir í framan. Þá var Tóti búinn að redda stiga og kippa batteríunum úr. Nema hvað þá fór næsti reykskynjari í gang! Þetta var bara fyndið :) Við vitum þá allavega að þessi tæki virka. Veit bara ekki hvað foreldrar strákanna halda þegar þeir segja frá þessu heima hjá sér.
Ég vil taka fram, okkur til málsbóta, að einu leiðbeiningarnar sem fylgdu blysunum voru á pólsku svo við urðum að fara eftir myndinni!

7 ára strákar eru fyndnir.
Einn galaði á mig "Hvað er þetta?!?" og benti á hálfétna jógúrtköku.
"Súkkulaði" segi ég.
"Ojj", svaraði drengsi og skilaði kökunni.
"Hann er í megrun", útskýrði drengurinn við hliðina á honum
"Nöjts! Mér finnst þetta bara vont!"
Svo upphófust miklar umræður við borðið um megranir.
"Mamma mín, hún hefur sko farið í svoleiðis"
!!!laugardagur, 12. janúar 2008

örblogg

Fjúff, hér er allt búið að vera ferlega öfugsnúið undanfarna daga og ekki víst að af réttist fyrr en í vor.

Takmarkið eru 15 einingar þessa önnina, og síðasta vika hefur farið í staðlotu og allsherjar námsskipulagningu auk tæknilegra örðugleika. Það er nú bara gaman að svoleiðis.

Ætla nú ekkert að hafa þetta lengra, langaði bara að henda inn línu svona til að sýna fram á lífsmark :)

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Nýtt ár, ný tækifæri ekki satt?

...
Vonum það alla vega.

Gamla árið var kvatt með pompi og prakt hér á Esjubrautinni. Hingað mætti einvala lið fjölskyldumeðlima með Jonna sprengjusérfræðing í fararbroddi. Eldaður var svínahamborgarahryggur og lambahryggur með tilheyrandi, dýrindis humarsúpa tengdamömmu í forrétt og svo tróðum við í okkur salötum og reyktum og gröfnum silungi fram eftir nóttu.

Alveg eðal. Auðvitað var sprengt af öllum kröftum þrátt fyrir leiðinlegt veður. Vindurinn stóð reyndar þannig að yfir okkur rigndi rakettuprikum og púðurögnum frá öðrum bæjarhlutum...

Skaupið var mjög gott. Allir sammála því?
Við hlógum alla vega að því öllu saman eins og það lagði sig.


Þessir herramenn hér, Neró og Sesar stóðu sig með prýði. Var einhver að tala um að Neró væri stór? Sko, hann er s.s. ekkert stór.


Hér má sjá Sólina og Maron Reyni gæða sér á snakki af innlifun í barnahorninu! Annars var Maron aðallega í sprengjunum.
Sólin var rólegri í þeim efnunum og fylgdist spök með þeim
út um gluggann... í hæfilegri fjarlægð
Björgvin kveikir í blysi. Hann var á yfirsnúningi allt kvöldið og sprengdi af miklum móð.

Krakkarnir skála fyrir nýju ári við ömmu Siggu


Sólin og mamman í banastuðiEn alla vega, nóg komið af gömlum myndum. Þetta var í fyrra, nú er komið nýtt ár ;)
Ekkert áramótaheit frekar en venjulega, bara von um að þetta ár slái því síðasta út.

Ég á nú ekki von á öðru enda margt að gerast á árinu:
kjellingin er að komast á fertugsaldurinn (ehemm)
hún stefnir að útskrift á árinu (?aftur?)
og svo er maður náttúrulega alltaf að æfa fyrir Miss fittness 2012 (án gríns, ég held ég hafi fundið vöðva um daginn sem ég hef aldrei séð áður, þetta er allt að ske!)

Hér á bæ er unnið hörðum höndum að því að snúa sólarhringnum aftur við og mér reiknast til að ef mér á að takast að vakna 7 á morgun og vera búin að koma öllum á sinn stað fyrir 8 þá þurfi ég að fara að sofa.....núna.

Því bið ég ykkur vel að lifa,
verið góð við hvert annað og ykkur sjálf.
B