fimmtudagur, 5. maí 2016

Bóndarassgatiđ í Kastaníubæ

Alþjóđ fylgist sjálfsagt æsispennt međ bóndarassgatinu í Kastaníubæ, eđa ég geri ráđ fyrir því. Í þađ minnsta geri ég það, hef veriđ mikill ađdáandi frá upphafi og missi helst ekki af þætti.

Þetta er bóndarassgatið, Frank Ladegaard Erichsen.
Og nei stelpur, hann er ekki á lausu.
Á einhvern yfirnáttúrulegan hátt tengi ég viđ þennan ljóshærđa óhreina lúđa sem er stöđugt ađ byrja á nýjum verkefnum út um allar jarđir (eđa bara út um allt á sinni jörđ). Hann reyndar klárar þau sjaldan, svo sjaldan ađ þættirnir ganga mest megnis út á ađ fylgjast međ honum byrja á um þađ bil tíu nýjum verkefnum, líta eftir um þađ bil fimm verkefnum sem hann er þegar međ í gangi og kannski klára tvö verkefni sem, ađ hans sögn, hafa hvílt á honum um langa hríđ.

Þættirnir eru sýndir með íslenskum texta á bestu stöðinni, RUV.
Svona fyrir þá sem fengu ekki 10 á samræmda prófinu í 10. bekk ;)
Meira um það hér.

Þađ er eitthvađ svo róandi ađ fylgjast međ Frank pjakka í moldinni, frjóvga ávaxtatré, beita hesti fyrir plóginn og rúnta um akrana, brugga eplavín og súta hrosshúđ. Hann stefnir víst ađ sjálfbærni drengurinn, sjálfbærni og einföldu lífi og er svo fullur eldmóđi og áhuga ađ mađur getur ekki annađ en hrifist međ. Hann er ađ byggja nýtt íbúđarhús og leitast viđ ađ nota eingöngu náttúruleg efni, allt geirneglt og smíđađ međ gamla laginu.

Í síđasta þætti sem ég horfđi á komst ég reyndar ađ því ađ hann er búinn ađ búa þarna ansi lengi, alla vega var hann ađ saga niđur tré sem hann sjálfur setti niđur fyrir sjö árum síđan! Ég held hann hafi veriđ ađ byggja þetta hús sitt allan tímann. Og er ekki fluttur inn.

Nú er ég rosalega góđ í ađ bíta í tunguna á mér þegar ókláruđ verkefni safnast upp heima hjá mér og segi aldrei eitt einasta orđ, eins og Mr. T myndi glađur votta. En fyrr má nú vera verkefnastaflinn á einum bæ! Vonandi nær Frank bráđum ađ klára eitthvađ af þessum verkefnum, setjast niđur međ glas af eplavíni og sneiđ af brauđi sem hann bakađi úr eigin korni, slaka á í hengirúminu sem hann óf sjálfur og njóta síns einfalda lífs.

Ég myndi alveg halda áfram ađ horfa á þættina hans þrátt fyrir þađ :)

laugardagur, 23. apríl 2016

París ´16

 Viđ hjónakornin eru nú stödd á ókunnum slóđum, í borg þar sem enginn segist kunna ensku og viđ stöndum frammi fyrir vandræđum í hvert sinn sem viđ ætlum ađ kaupa eitthvađ eđa spyrja um eitthvađ. Hér eru blómasalar á hverju götuhorni, iđandi mannlíf á götunum og í görđunum sem eru hér út um allt flatmagar fólk í röndóttum fötum međ kampavín og baguettebrauđ og nýtur lífsins. Viđ elskum París!

Ég hef komiđ hingađ áđur. Man þó eiginlega ekkert eftir því þar sem ég var jú bara 18 ára og minni mitt frá þessum árum í kringum tvítugsaldurinn er mjög gloppótt. Held stundum ađ ég hljóti ađ hafa dottiđ á hausinn og legiđ í dái í nokkur ár, án þess ađ nokkur segđi mér frá því. En þađ er önnur saga.

Þađ litla sem ég man frá Parísarferđinni ´96 er Eiffel-turninn ađ sjálfsögđu, ég fór upp í hann á sínum tíma. En ađeins upp á ađra hæđ, þar sem ferđafélagi minn var lofthræddur og auđvitađ lét ég þađ stoppa mig.

Og nú, 20 árum síđar er ég komin aftur til Parísar. Í gær var ég enn á ný stödd í Eiffel-turninum međ lofthræddum ferđafélaga, mínum ástkæra eiginmanni, og viđ létum vađa upp á efstu hæđ. Skáluđum í kampavínsglasi 300 metrum ofar jörđu og dáđumst ađ heiminum frá nýju sjónarhorni í algjöru hamingjukasti. Hversu svalt er þađ?!


Túrhestar í París

Mađur á jú alltaf ađ gera þađ sem mann langar, teygja sig eftir því sem mađur vill og láta vađa ef mađur er hræddur. Síđan ég tileinkađi mér þessa speki hefur minniđ skánađ til muna.

Ást og út!
Bogga


laugardagur, 26. mars 2016

Af súrdeigsbakstri

Það er ýmislegt sem getur glapið hugann. Sérstaklega svona á gervihnattaöld þegar allt er í boði og allt getur gerst. Sumir neyta eiturlyfja, drekka úr hófi fram, eyða orkunni í netumræður, eða baka súrdeigsbrauð. Mér er fúlasta alvara.

Ég gekk nýverið í síðastnefnda gengið (án þess að prófa aðra hópa neitt sérstaklega, svo kannski hef ég ekki samanburð) og verð að segja að þetta er sá ljúfasti félagsskapur sem ég hef tilheyrt. Súrdeigsbakarar eru alvöru grasrótarhreyfing með lokaðan Facebook-hóp og allt, metnaðarfullt fólk með ástríðu fyrir brauðbakstri og leitinni að hinum fullkomna brauðhleif. Ég tek þátt í þeirri leit á ósköp fálmkenndan hátt, því um leið og þú opnar á það, streyma upplýsingar úr öllum áttum um aðferðina við að skapa hinn fullkomna brauðhleif. Allt á góðlegan hátt, maður lifandi, súrdeigsbakarar eru mjög kurteisir og yfirvegaðir og nýliðum eins og mér leyfist að spyrja endalausra spurninga. En ég hef undanfarnar vikur verið að fálma mig í gegnum þessar upplýsingar og náð nokkrum framförum.

Fyrst ber að kynna til sögunnar hana Veigu:
Þetta er hún Veiga. Hún er nú komin í stærri krukku.
 Veiga er sumsé súrdeigsmóðirin hér á E9 og frá henni stendur til að rækta heilan ættboga súrdeigsbrauða og jafnvel snúða og pizzur ef vel tekst til. Ég bjó hana til sjálf og fylgdi uppskriftinni hér nokkurn veginn. Nema hvað ég er hætt að henda af henni. Baka bara úr henni í staðinn og styðst þá við uppskriftina hér. Hér er til dæmis ágætlega vel heppnaður brauðhleifur í jólakökuformi:

Ágætlega vel heppnaður brauðhleifur í jólakökuformi

Ekki hafa þó allir brauðhleifar heppnast jafnvel. Sumir hefast alls ekki neitt, þótt ég skeri út flott mynstur á þá.
Flottur útskurður er ekki ávísun á flotta hefun...
Nú er ég á leið til Reykjavíkur í innkaupaferð. Ég stend í stað sem súrdeigsbakari og engin þróun hefur verið undanfarna daga, sem er slæmt þar sem mér hefur ekki tekist að mastera súrdeigsbakstur ennþá. Kenni ég því um að ég á ekki nóg af dóti ætluðu í brauðbakstur, og ætla því að kaupa eitt og annað sem gæti komið mér á næsta stig súrdeigsþroskans. Ég meina, það sér það hver maður að súrdeigsbrauð á ekki heima í jólakökuformi eða á bleikri silikonmottu! Á innkaupalistanum eru því steypujárnspottur, hefunarkarfa og deigskafa. Við Veiga erum fullar tilhlökkunar og bíðum spenntar eftir næsta brauðhleif, þetta verður allt annað líf!

miðvikudagur, 6. janúar 2016

Þrettándinn

Þrettándinn er í dag og það þýðir að ég er enn ekki of sein að skrifa jólafærsluna. Þá sem ég hafði mig ekki í að skrifa fyrr sökum anna. Jú, sjáðu til, ég var of önnum kafin við að borða góðan mat og hafa það notalegt daginn út og inn!

Eins og vant er fóru jólin á E9 fram með hefðbundnum hætti og mikil ósköp sem við erum ánægð og þakklát fyrir gjafir og kort sem við fengum og sérstaklega þann tíma sem við áttum með fjölskyldu og vinum.
Jólabörnin hafa aðeins stækkað frá því í fyrra og eru farin að skyggja á tréð.
Á næsta ári verða þau látin standa fyrir aftan tréð, því er farið að líða illa yfir þessu!
Um áramótin beygðum við rækilega af leið og snerum á allar venjur sem við höfum nokkurn tímann reynt að koma á. Sem eru reyndar fáar. Áramótin hafa alltaf verið í lausu lofti hjá okkur og laus við allar hefðir þannig að ég hef aldrei getað notið þeirra af neinu viti. Því ákváðum við að prófa nokkuð sem við höfum aldrei gert áður, að vera í bústað yfir áramót. Snorri og Ína voru með hópinn sinn í bústað í grenndinni og það er óneitanlega gaman að vera fleiri saman á þessum tímamótum og gaman að geta kíkt í heimsóknir og borðað saman og slíkt. Þetta var óskaplega notaleg ferð, mikil rólegheit og slökun út í gegn. Kannski of mikil, því ég sem er vön að byrja árið af krafti í skipulagningu og sjálfspeppi gat ekki hafist handa við það fyrr en við komum heim þann 4. janúar! Sat bara á náttfötunum og át í staðinn, fór í göngutúra og skoðaði stjörnurnar úr pottinum! Þvílíkt lúxuslíf :)
Ég tók nú fáar myndir í Húsafelli, en hér er ein góð
af okkur Sól og Kópi í göngutúr.
En nú er komið að skipulagsvinnunni og sjálfspeppinu sem tilheyrir þessari árstíð og maður minn hvað ég hef mikið af hugmyndum núna!

Ég hef aldrei strengt áramótaheit, en í staðinn ákveð ég það sem ég vil kalla "áramótaáherslu". Þetta er eitt orð eða stutt setning sem ég hef að leiðarljósi allt árið og oftast þyrpast önnur orð að og vilja fá að vera með og það er ekki langt liðið á árið þegar ég er komin með heilt orðaský sem styður við þessa áramótaáherslu mína. Pælingin er aðeins dýpri en þetta, og ég stefni jafnvel að því að gefa nákvæmari leiðbeiningar síðar.

Ég vil aldrei ljóstra upp um áhersluna mína fyrr en eftir á, en sem dæmi þá get ég nefnt að fyrir nokkrum árum var ég afar óhamingjusöm af ýmsum ástæðum. Auðvitað er slíkt ástand með öllu óþolandi og eðlilega var áramótaáherslan mín það árið "Hamingja". Allt sem ég gerði það árið, gerði ég með mína eigin hamingju að leiðarljósi. Stórt orð, ég veit. Enda leið ekki á löngu þar til fleiri orð hópuðust að og hjálpuðu til og gerðu það að verkum að þetta ár varð að einum af mínum bestu. Og um ókomin ár bý ég að hamingjunni sem ég öðlaðist þarna, án þess þó að láta staðar numið þar því á hverju ári bæti ég við nýrri áherslu, nýjum vinkli sem ég vil fá.

Yfirleitt er ég ekki svona stórtæk í áherslum, en umrætt ár var svo sannarlega þörf á því og síðan þá hef ég ekki eytt einum einasta degi óhamingjusöm. Kannski eytt einum og einum klukkutíma í smá bömmer, en aldrei meira. Það er ekki nema von að mér finnist þetta bráðsnjallt!

Legg ekki meira á lesendur í bili, farin að sinna áramótaáherslunni 2016 sem er að nálgast það að taka á sig lokamynd :)