mánudagur, 24. mars 2008

Kvikmyndagerð með farsíma...

Sonur minn fagnaði sjálfstæði í páskafríinu sínu. Sá eini í fjölskyldunni sem fékk alvöru páskafrí og ekki annað í stöðunni en að skilja drenginn eftir heima á meðan við hin sinntum okkar vinnuskyldum.

Hann fékk því lykla og síma til yfirráða. Þessi sími var að rykfalla ofan í skúffu, ævaforn og ódýr. Hreinasta tækniundur í augum 7 ára drengs.

Nýjasta áhugamálið hjá drengnum er kvikmyndagerð með símanum. Hann er búinn að vera meira og minna úti allt páskafríið að taka upp myndir! Hér má sjá eina tilraun, takið eftir því þegar vinur hans reynir að henda grjóti í saklausan svaninn á meðan Björgvin dásamar fegurð dýrsins...

mánudagur, 17. mars 2008

Hér kemur eitt skólaverkefnið. Ætlaði nú að klippa saman videóbrot (eins og ég átti að gera í þessu verkefni) og fór því með fínu myndavélina mína af stað í videóupptökur. Neinei, svo er ekki hægt að nota þær upptökur! Því notaði ég bara ljósmyndir og fékk lánaða tónlist hjá honum Svabba. Assgoti ágætt bara.

Mig langar samt að prófa hitt, að klippa saman videóskot. Þannig að ef einhver velviljaður tölvunjörður gæti sagt mér hvernig maður kemur upptökum á formatinu .mov yfir á eitthvað sem MovieMaker getur lesið eins og t.d. .wmv eða eitthvað svoleiðis þá endilega láti sá hinn sami mig vita :)

Vesgú:

laugardagur, 15. mars 2008

Flock rúlar!

Ég hef verið þungt haldin af vafravalkvíða en nú loks hefur það vandamál loksins verið leyst.

Explorer er vinnuþjarkur, en gerir ekkert fyrir mig nema flytja mig á milli vefsíðna (afskaplega leiðinlegt og frumstætt).
Firefox er flottur, hægt að hafa endalausa hnappa frá Google á tólastikunni (eins og Blogger fyrir bloggið, Gmail fyrir póstinn), hann lætur mig vita um leið og ég fæ póst (mjööööög mikilvægt) beintengdur við Mindmeister með Geistesblitz íbót (fyrir hugarkortaaðdáanda eins og mig), eeeeeen hann er bara svo hrikalega þungur að tölvukrílið mitt gefur frá sér háa stunu þegar ég kveiki á honum :(
Þess vegna fór ég að nota Flock. Hann er súperléttur og meðfærilegur án þess að vera leiðinlegur eins og Explorerinn. Hægt að blogga á Blogger í gegnum hann, Facebook, Picasa, Photobucket, Flickr og YouTube prófílarnir sítengdir, hann vinnur hrikalega vel með RSS-ið og lætur mig vita á fagmannlegan hátt um leið og vinir mínir blogga. Það er m.a.s. Web Clipboard hérna. Við erum að tala um vafra troðfullan af WEB 2.0. tólum. Það eina sem mig vantaði var að fá að vita þegar ég fengi póst! Var það til of mikils ætlast?

Líklega ekki!

Í kvöld, með síðustu uppfærslu Flock, birtist pósturinn minn á tólastikunni. Þannig að nú er enginn vafravalkvíði lengur, Flock gerir allt sem ég vil að vafri geri fyrir mig svo hananú. Flock er það heillin :)

Langaði svo að deila þessu mjög svo áhugaverða efni :)
Blogged with the Flock Browser

sunnudagur, 9. mars 2008

Videóblogg?!?

Eins og þeir allra klókustu tóku eftir (!) þá er ég að spá í videóbloggi.
Nýtt æði sem eflaust á eftir að taka völdin í bloggheimum fyrr en varir.

Ég og vefmyndavélin mín eigum í nánu sambandi þessa vikurnar, ég er hvort eð er í daglegum útsendingum. Ef ég er ekki á netfundum, þá er ég að taka upp hljóð og mynd af mér og/eða skjánum mínum.
Allt í nafni náms og kennslu að sjálfsögðu.
Þannig að það er aldrei að vita nema smettið á mér birtist hér einn góðan veðurdag. Vúhú!

Talandi um góðan veðurdag! Einn slíkur rann upp í morgun, bjartur og fagur. Snjór yfir öllu og sólskin. Ég vaknaði við óhljóð í hekkklippum í næsta garði, það fær mitt hjarta alltaf til að slá aðeins hraðar! Þetta er s.s. allt að koma, við borðuðum kvöldmatinn m.a.s. í björtu í kvöld! Jahá, vorið er á næsta leiti :)
Það er ekki seinna vænna, því eins og venjulega er maður að niðurlotum kominn eftir langvarandi myrkur og vetrarvesöld.

Framundan er vor með tilheyrandi betri tíð og blómum í haga...og jafnvel videóbloggi, hver veit?!?