miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Öskudagur

Þessi sólargeisli ætlar að vera nammipoki í dag, öskudag. Hún kom með mér í vinnuna í morgun og við kláruðum búningamálin. Það sést kannski ekki nægilega vel á þessari mynd, en nammipokinn er fullur af marglitum blöðrum sem tákna eiga allt nammið. Hún var mjöööög ánægð!

þriðjudagur, 12. febrúar 2013

Hlaupamyndir

Þetta er nú sú allra bjartasta og fallegasta ársbyrjun sem ég man eftir, búið að vera með eindæmum milt og notalegt veður alveg frá áramótum. Og ekki horfur á breytingum segja veðurfræðingar. Sem er fínt, það er þá ekki hægt að nota hálku og slabb sem afsökun fyrir hreyfingarleysi. Í dag hljóp ég út á þjóðveg að skógræktarafleggjarann, niður eftir honum framhjá skógræktinni, áfram milli kirkjugarðsins og Jörundarholts niður á Garðagrund beinustu leið heim. Geggjað veður, eins og myndir bera með sér.

Ég er því miður ekki með hraðamæli á mér þegar ég hleyp, svo ég tók bara mynd af hraðaskilti, ég var pottþétt ekki mikið undir 90 þegar þessi mynd var tekin :)
Sólargeislar á bak við klukkuturninn að Görðum, yndislegt alveg hreint!


sunnudagur, 10. febrúar 2013

ÖskudagsundirBúningur


Allt að verða klárt fyrir öskudag :-)
Published with Blogger-droid v2.0.10

sunnudagur, 3. febrúar 2013

Hlaupamynd - Pus á Faxabrautinni

Hlauparinn fékk smá pus á sig á Faxabrautinni í dag, það er þetta sem gefur lífinu gildi, að hið óútreiknanlega fái tækifæri til að koma manni á óvart. Gottalovit!

Published with Blogger-droid v2.0.10

Kjalarnes...


Og sjá, strætó útaf á Kjalarnesinu! Eins gott að ég hef traustan bílstjóra mér við hlið. Svo er hann líka svo sætur :-*
Published with Blogger-droid v2.0.10

Kollafjörður...


Það er bylur og flughált í Kollafirðinum núna, vonum að Kjalarnesið sé ekki verra...
Published with Blogger-droid v2.0.10