sunnudagur, 12. apríl 2015

Fermingardrengur

Minn yndislegi, heilsteypti, hugmyndaríki og hæfileikaríki Björgvin Þór fermdist í dag í hátíðlegri athöfn við lúðraþyt og allt. Takk allir sem hjálpuðu okkur að gera þennan dag svo eftirminnilegan, það er sannkallað ríkidæmi að eiga að slíka vini og fjölskyldufimmtudagur, 2. apríl 2015

Skírdagur

Nú stendur mikið til hér á E9. Krónprinsinn fermist eftir rúma viku og allt á suðupunkti. Í kollinum á mér alla vega!

Mr. T er bara slakur, en ansi liðtækur í þrifunum. Ryksugar allt hátt og lágt, þessi elska.
Ef um einhvern annan væri að ræða þá hefði ég áhyggjur. En þegar Mr. Tsegist ætla að vera búinn að þessu á sunnudaginn, þá trúi ég því og treysti. Við getum alla vega ekki boðið veislugestum upp á hurðalausa salernisaðstöðu, svo mikið er víst!

Að öðru leyti erum við róleg. Salíróleg.