miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Þórhildur Nótt

Í júní síðastliðnum greindist Þórhildur Nótt Mýrdal, dóttir Steinunnar Bjargar Gunnarsdóttur og Jóns Gunnars Mýrdal með sjúkdóm er kallast Spinal Muscular Atrophy eða SMA (vista).

Til eru 4 flokkar af þessum sjúkdómi og er Þórhildur með flokk 1 sem er jafnframt sá hættulegasti. Hún þarf á bæði lyfjagjöf og sérfræðiþjónustu að halda svo ekki sé minnst á tækjabúnað. Þetta kostar allt peninga og mikla umönnun beggja foreldra sem munu væntanlega þurfa að vera töluvert frá vinnu.

Viljum við því biðja alla sem eru aflögufærir að styrkja hana og fjölskyldu hennar með frjálsum fjárframlögum.

Söfnunarreikningur Þórhildar er: 1118-05-250052 kt: 120856-7589

Munum svo að margt smátt gerir eitt stórt.


Viljið þið vera svo væn að copy/paste þennan texta yfir á ykkar bloggsíðu svo að þetta berist sem flestum.
Frekari upplýsingar um sjúkdóminn: http://www.fsma.ci.is/