þriðjudagur, 12. febrúar 2013

Hlaupamyndir

Þetta er nú sú allra bjartasta og fallegasta ársbyrjun sem ég man eftir, búið að vera með eindæmum milt og notalegt veður alveg frá áramótum. Og ekki horfur á breytingum segja veðurfræðingar. Sem er fínt, það er þá ekki hægt að nota hálku og slabb sem afsökun fyrir hreyfingarleysi. Í dag hljóp ég út á þjóðveg að skógræktarafleggjarann, niður eftir honum framhjá skógræktinni, áfram milli kirkjugarðsins og Jörundarholts niður á Garðagrund beinustu leið heim. Geggjað veður, eins og myndir bera með sér.

Ég er því miður ekki með hraðamæli á mér þegar ég hleyp, svo ég tók bara mynd af hraðaskilti, ég var pottþétt ekki mikið undir 90 þegar þessi mynd var tekin :)
Sólargeislar á bak við klukkuturninn að Görðum, yndislegt alveg hreint!


Engin ummæli: