laugardagur, 26. janúar 2008

Marengspælingar

Ég er á fullu í bakstri í dag. Fjölskylduafmæli á morgun.
Þar sem ég er að þeyta saman egg og sykur í marengs þá rifjaðist upp fyrir mér minnisbrot úr matreiðslunni í Holti.

Þegar hægt er að snúa marengsnum á hvolf án þess að hann detti úr skálinni, þá er hann tilbúinn.

Ég hef aldrei spáð í þessu áður, en liggur ekki beinast við að það er einungis hægt að gera þetta próf í eitt skipti á hverja hræru? Hvað ef hann er barasta ekki tilbúinn?

Vegna þessara vangaveltna er ég nú búin að betrumbæta þetta húsráð:

-Þegar hægt er að snúa marengsnum á hvolf án þess að hann detti úr skálinni, þá er hann annað hvort tilbúinn, eða þú þarft að byrja upp á nýtt!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já... þetta eru svolítið merkilegar pælingar hjá þér. Það væri eins gott að eiga nóg af eggjum til að geta byrjað uppá nýtt... eða bara sett plastfilmu fyrir skálina meðan henni er snúið ;o)

Annars bara... kvitt, kvitt..