Í Barnaskólanum í Holti var okkur nemendum uppálagt að borða hafragraut í morgunmat. Ekki man ég nú eftir því að okkur hafi fundist hann sérstaklega góður, en ekki var hann vondur og maður þurfti að gera svo vel að komast í gegnum skálina áður en kennsla gat hafist.
Nemendur og kennarar átu saman úr sínum skálum og hurfu svo til sinna starfa áður en allir hittust aftur í matsalnum í næstu máltíð. Í Holti lærði ég líka 7 ára gömul að drekka Melroses te með brauðinu mínu og finnast það gott. Í morgunkaffinu var smurt brauð með eggjum, tómötum og gúrkum á borðum og hitabrúsar með Melroses tei. Ég sé ennþá fyrir mér rauðu miðana dingla á brúsunum og það sem manni fannst þetta notalegt, sjóðandi heitt te með mjólk og miklum sykri á meðan veturinn gnauðaði á glugga. Ljúft er það í minningunni.
Nemendur og kennarar átu saman úr sínum skálum og hurfu svo til sinna starfa áður en allir hittust aftur í matsalnum í næstu máltíð. Í Holti lærði ég líka 7 ára gömul að drekka Melroses te með brauðinu mínu og finnast það gott. Í morgunkaffinu var smurt brauð með eggjum, tómötum og gúrkum á borðum og hitabrúsar með Melroses tei. Ég sé ennþá fyrir mér rauðu miðana dingla á brúsunum og það sem manni fannst þetta notalegt, sjóðandi heitt te með mjólk og miklum sykri á meðan veturinn gnauðaði á glugga. Ljúft er það í minningunni.
En aftur að því sem mig langaði að ræða núna, nefnilega hafragrautinn. Þannig er að undanfarið hefur mér mikið verið hugsað til þess hvar rætur mínar liggja og hvað það er sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag (þú veist, svona frábær og vel samsett). Upp úr þeim pælingum hafa margar nytsamlegar uppgötvanir orðið til, og ýmis púsl raðast á sína staði. Af hafragrautnum í Holti lærði ég tvær afar mikilvægar lexíur. Sú fyrri er að velja verkefni við hæfi og klára það sem maður byrjar á, þetta geri ég alltaf og undantekningalaust. Hin er að það er langbest að demba sér í leiðinleg verkefni áður en þau vaxa manni yfir höfuð og ljúka þeim af, klára þau svo maður geti fengið góða stöffið. Ég er líka rosa góð í þessu.
Málið er að í Holti fengum við að ráða hvað við vildum mikið af graut á diskana, og ef maður var lystarlaus þá fékk maður sér bara lítið. Svo mátti líka biðja um meira ef maður var mjög hungraður, það var minnsta mál. En maður kláraði alltaf það sem maður fékk sér. Hafragrautslexía sem nýtist manni í lífinu númer eitt.
En. Alltaf þetta en. Eitt þarftu lesandi góður að vita um Holt. Ef það var afgangur af hafragraut eftir morgunmatinn þá eldaði matseljan undantekningalaust hræring í hádegismat. Fyrir þá sem ekki vita þá er hræringur sá allra versti matur sem 7 ára barn getur hugsað sér: hafragrautur hrærður saman við skyr svo úr verður kaldur slímugur hræringur ættaður úr hinu neðra. Úhúúúúööþk. Ég man ennþá eftir svipnum á kennurunum sem píndu þetta náfölir ofan í sig: "Svona krakkar, þetta er rosa gott, namminamminamm...". Þess vegna var aldrei afgangur af hafragraut í Holti, við fengum okkur alltaf kúfaða diska, og báðum stundum um meira. Saman unnum við að því að klára úr hafragrautspottinum svo við fengjum kjötsúpu eða fiskibollur í hádegismat. Hvað sem er, bara ekki hræring. Við drifum þetta leiðinlega verkefni af og uppskárum gott í hádegismatinn. Hafragrautslexía sem nýtist manni í lífinu númer tvö.
Síðan er það ein viðbótarlexía sem hafa ber í huga við alla verkefnavinnu. Eftir því sem við urðum lystugri á hafragrautinn eldaði matseljan í Holti meiri hafragraut. Sem vonlegt var hélt hún blessunin að við værum bara svona svakalega svöng enda vissi hún ekkert af þessum lexíum. Henni var sjálfsagt efst í huga reglan um framboð og eftirspurn. Bessunin.
1 ummæli:
Ég hefði átt að læra eitthvað af þessum hafragrautslexíum líka, ekki hefði veitt af svona í seinni tíð. Ekki allir eins agaðir og þú Boggsið mitt. En þetta er snilldarpistill hjá þér, ég lærði heilmikið af honum ;)
Skrifa ummæli