Þar kom að því að við lentum í rigningu. Í vikunni fengum við þær fréttir að trampólínið héngi á snúrustaurnum heima, það gerði víst arfavitlaust veður á meðan við sóluðum okkur á Reyðarfirði. Og nú er komið að okkur, við vöknuðum í rigningu í Ásbyrgi og tókum því rólega í morgun. Það er nú samt líka notalegt hjá okkur í rigningu, kaffi og meððí og útsýnið út um "stofu"gluggann flott, grænn gróður sem fagnar bleytunni. Flottur dagur framundan, við ætlum að Mývatni og jafnvel að taka okkur sundsprett í Víti?!? Allavega í jarðböðunum, sjáum til með Vítið :-)
2 ummæli:
Mmm nektarínur...
Eða plómur? Ávaxtaráðgáta dagsins :-)
Skrifa ummæli