þriðjudagur, 4. júní 2013

Að vökva ræturnar

Á milli þess sem ég fylgist með veðurspánni og raða 90´s tónlist inn á ipodinn, rifja ég upp minningar og læt mig dreyma. Um helgina er ferðinni nefnilega heitið vestur á firði í mína heimabyggð.

Á myndinni hér til hliðar erum við ferðafélagi minn í fangi móður hennar fyrir utan æskuheimili mitt, mikið sem það er nú fallegt og stórt hús í minningunni. Í dag er þar rekin bændagisting og um helgina mun ég mæta á svæðið og gista í þrjár nætur. Vonandi fæ ég gamla herbergið mitt, þá get ég vaknað á morgnana, litið út um gluggann og séð það sama og ég gerði sem barn, fjallið mitt sem hefur ekkert breyst.

Ég var þarna síðast árið 2009 svo það er orðið löngu tímabært að skreppa vestur og vökva ræturnar, ekki veitir þeim af því.


2 ummæli:

Hörður B sagði...

Ohh hvað maður væri til í að vera meira fyrir vestan.

HelgaB sagði...

Vildi að ég kæmist með uppáhöldunum mínum í þessa ferð. Mér veitti ekki af rótarvökvun líka. Þið sendið mér í það minnsta hríðarstrauma úr Korpudalnum :)