Hlaup dagsins var 5 km upp og niður allar brekkur sem ég fann á Reyðarfirði og meðal annars meðfram þessari fallegu á sem ég reyndi að festa á filmu. Nú er það ferskt sjávarfang í kvöldverð á Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Við hugsum okkur til hreyfings á morgun, kannski Ásbyrgi eða bara eitthvað allt annað. Áframhaldandi hiti og veðurblíða, lífið gæti ekki verið betra hjá okkur hér fyrir austan.
1 ummæli:
Fallegt!
Skrifa ummæli