Verandi á ferð um landið með allt sem skiptir máli í farteskinu kemur þakklætið og auðmýktin ósjálfrátt til manns. Ég er eilíflega þakklát fyrir það hversu yndislega fjölskyldu ég á og hvað við erum samstillt og getum gert margt skemmtilegt saman. Auðmýktin læðist að manni við álfaborg í afskekktum fjallasal og fyllir sálina þvílíkum krafti að maður grípur andann á lofti og tárast aðeins. Það er bara þannig sem liggur í því!
Og áfram veginn höldum við, þjóðveg nr.1 með hæfilegum útúrdúrum og krókum. Nóg af nesti í kæliboxinu og svo tjöldum við þar sem við viljum sofa. Ekkert plan heldur okkur, nema þá það helst að njóta okkar og lifa lífinu. Reyndar eitt á dagskrá fljótlega, við nálgumst nú Stjórnina og Stjórnarfoss og þar ætlum við að stinga okkur til sunds. Þangað til ætla ég að hætta að pikka þetta á símann minn og taka undir þríradda söng með ukulele-undirspili úr aftursætinu: Gott er að geta talað við, einhvern sem að skilur mig, traustur vinur getur gert kraftaverk :-)
3 ummæli:
Aw, fallegt. Þvílíkt ríkidæmi. Góða ferð yndin mín öll og njótið samverunnar í botn :)
Takk elsku Helga mín, við erum sko á bólakafi í því að njóta okkar. Bíðum líka spennt eftir fréttum! Engin pressa samt, njótið ykkar bara líka ;)
Pressaðu endilega á frænku þína, spurning hvort hún hlýði þér frekar ;)
Skrifa ummæli