föstudagur, 3. janúar 2014

Af bókum 2013

Fyrir ári síðan, þegar ég var að lesa jólabækurnar og fór ég að reyna að gera mér í hugarlund hversu margar bækur ég læsi á ári áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um hvort þessar bækur væru 5 eða 10 eða fleiri. Ég man varla hvað ég las fyrir mánuði síðan hvað þá það sem ég las fyrir ári síðan. Svo ég fór að skrifa niður það sem ég las og veit núna að árið 2013 las ég 13 bækur. Upplýsingar um þennan svakalega lestur er að finna hér.

Þetta er heldur minna en ég hafði ímyndað mér, þar sem ég er alltaf og undantekningalaust með bók á náttborðinu hjá mér og les alltaf áður en ég fer að sofa. Þegar ég renni yfir titlana, þá sé ég að 12 af þessum 13 bókum las ég fyrstu 8 mánuði ársins, en frá september til desember las ég aðeins eina bók... Skýringin er tvíþætt: skólabækur komust ekki á þennan lista, og svo það að í haust fór ég yfirleitt seint að sofa vegna lærdóms og orkaði ekki að lesa fyrir svefninn! Annars væri listinn auðvitað mun lengri ;)

Nú er kominn nýr listi fyrir árið 2014, ég kláraði fyrstu bók ársins fyrr í kvöld þegar Lygin hennar Yrsu lá í valnum fyrir mér og ég er staðráðin í því að lesa fleiri bækur á þessu ári en því síðasta. Í kvöld byrja ég á "Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf", titillinn lofar góðu og ég er ekki að djóka!


2 ummæli:

Árný Þóra Ágústsdóttir sagði...

Já virkilega góð bók. Yrsa klikkar ekki. Verð samt að viðurkenna að mér finnst fyrri bækur hennar meira krassandi :-)

Björg sagði...

Já, er það? Ég hef ekki lesið þær allar. Ég þarf greinilega að herða mig í Yrsu-lestrinum, allar eru þær góðar sem ég hef þó lesið :)